Færsluflokkur: Bloggar

Veiðum hvali

Ég er hlynntur hvalveiðum og hef alltaf verið. Ég fer ekki ofan af því að við eigum að stunda hvalveiðar ef meirihluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun, annars eigum við að hætta því. Þetta mál er ekki mikið flóknara en svo. Að sjálfsögðu meiga dýrin þá ekki vera í útrýmingarhættu eða neitt slíkt. Hvalir eru ekkert rétthærri en bara þorskur eða ýsa. Þar að auki eru hvalir í samkeppni við okkur um fæðu. Hvaða haldbær rök eru fyrir því að veiða þá ekki? Og þá meina ég haldbær rök, ekki bara hvað mönnum finnst um málið. En ákvörðun Einars K. var fáránleg. Þú ákveður ekki hvalveiðar 5 ár fram í tímann sitjandi í starfsstjórn. Starfstjórn er bráðabirgðastjórn, en ekki stjórn stórra ákvarðana. Einar var þar að auki búinn að taka sína heimskulegustu ákvarðanir þegar hann gaf frjálsan innflutning á fersku kjöti í upphafi gjaldeyriskreppu og jók þorskkvótann um 30.000 tonn þegar samdráttur var hafinn í sölu á fiskafurðum frá Íslandi. Hann þurfti ekkert að vera að toppa sjálfan sig með þessu.        
mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta henda sér út.

Það hlýtur að vera betra fyrir einhverra hluta sakir. Þessir menn eiga að vera búnir að segja af sér fyrir löngu en eins og mönnum sem hafa óbilandi trú á frumskógarlögmálinu er tamt, þá skal ekki látið í minni pokann fyrr en í fulla hnefana. Það skal barist fyrir vöxtunum, krónunni, verðtryggingunni, peningavaldinu og kapitalismanum til síðasta manns, síðasta blóðdropa, síðasta blaðsins sem hverfa þarf í pappírstætarann og fela spillingarslóðina eins vandlega og hægt er.

En þessi dagur er stór í sögulegu samhengi. Við erum að upplifa magnaða tíma. Og næsta sem við upplfum ef allt gengur eftir, er að seðlabankastjórninni verður hent út úr bankanum. Enda sýnist mér lítilsvirðing þeirra kumpána gagnvart landslýð, sem borgar nú öll þeirra mistök, vera óumdeilanleg.  


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðnuleysingjar

Það á náttúrulega að loka þetta lið inni, henda lyklinum og breyta dallinum þeirra í hvalveiðiskip.  Það eru stjórnvöld í hverju landi, eða þjóðarmeirihluti hjá þeim sem aðhillast lýðræði, sem ráða þessu á meðan stofnarnir eru ekki hreinlega friðaðir og/eða í útrýmingarhættu en ekki nokkrir spennufíklar sem nenna ekki að vinna sér til framfærslu, heldur ættleiða hvali til elliærs fólks sem á peninga. 
mbl.is Sea Shepherd í átökum við hvalveiðimenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna eru milljarðarnir sem vantar í hagkerfið

Það er jú galtómt.  Og þeir fáu aurar sem þjófarnir fóru ekki með úr landi eru undir koddum landsmanna vegna vantrausts á bönkunum.  Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda nú, að fá fólk til að treysta bönkunum svo þeir hafi peninga til að lána fyrirtækjunum á Íslandi, svo þeirra starfsemi geti haldið áfram, svo fólkið hafi vinnu, svo það geti lagt til hliðar í bankann, svo bankinn geti lánað fyrirtækjunum. Er það ekki svona sem hlutirnir ganga fyrir sig í stuttri útgáfu.  Skref númer eitt er að fá spariféð aftur inn í bankana, hvaða nafni sem það heitir, og þýfið heim.    
mbl.is Fjögur félög á Tortola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera frjálshyggjumaður eða að halda með íhaldinu

Mér finnst í alvöru talað eins og það sé stór hópur fólks sem er í raun ekki sjálfstæðisfólk en kýs íhaldið samt sem áður, jafnvel þó að peningafrjálshyggjan sem stendur að baki sé fullreynd, sé meira svona eins og stuðningsmenn sjálfstæðisflokksins.  Svona eins og fólk heldur með fótboltaliði. Það styður íhaldið gegnum súrt og sætt.  Ég spyr, eru stjórnmál ekki farin að snúast um eitthvað annað en þau eiga að snúast um þegar fólk er farið að halda með sjálfstæðisflokknum og kýs hann bara af því bara.  Það getur varla verið að það sé verið að kjósa stefnuna því að hún er hrunin.  Þetta er svona eins og að vera nasisti stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina.  Kerfið er hrunið og fólk búið að afneita kerfinu auk þess sem kerfið í sjálfu sér afsannaði sjálft sig.  Þetta var jú alltaf hugsað sem markaðskerfi sem átti að sjá um sig sjálft og enginn átti að skipta sér af. Hugsa sér að svo er til fólk sem heldur því fram að kerfið hafi hrunið af því að það var ekki nógu frjálst.  Þetta er komið út í þráhyggju og þvermóðsku fyrir löngu.  Er skrítið þó maður sé hissa á þessu liði?          
mbl.is Fráfarandi ríkisstjórn kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum á réttri braut ......

Það að fá meira af fagfólki til starfa og fólki sem vinnur fyrir almenning er stórt skref í rétta átt og gríðarleg breyting frá eiginhagsmunapoti íhaldsins. 
mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot Kaupþings ?

Ég er nú svo grænn að mér finnst skrítið að stuttu eftir að fyrirtækið sem þessi maður rak og á stóran hlut í verður gjaldþrota, þá fara þessir menn í reisu sem kosta milljónir. Hafa þessir menn enga samvisku? Voru þeir víðs fjarri þegar henni var úthlutað til fólks? Þetta sýnir að mínum dómi vel siðleysi þessara sjálftökumanna. Við, þjóðin í þessu landi bætum þessari ferð Hreiðars ofan á annað sem við erum að borga fyrir þessi kvikindi. Hefði maður sjálfur ekki neitað sér um svona glaðning rétt eftir gjaldþrot eigin fyrirtækis?   
mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta breytir engu fyrir hvalaskoðun.

Það vita flest allir útlendingar sem koma hingað í hvalaskoðun að við veiðum hvali.  Það er allt eins hægt að halda því fram að eingöngu þeir sem eru á móti hvalveiðum fari í hvalaskoðun. Það þarf allavega ekki að reyna að segja mér að grænfriðungar séu svona margir. 

Það sem ég ekki skil er að það er endalaust verið að stíga úr og í með þetta. Síðast þegar ég vissi þá var meirihluti þjóðarinnar hlyntur þessum stórfiskaveiðum. Nú, ef það stendur eitthvað í ráðamönnum þessarar vesalings þjóðar, eða það sem eftir er af henni, má þá ekki bara kjósa um málið í eitt skipti fyrir öll, þannig að fyrirtækin sem stunda hvalveiðar geti gert það í friði.

Og þessir fréttamenn eru bara klikk. Þeir vaða eingöngu í hvalaskoðunar-atvinnurekendur og spyrja þá álits. Eins og þegar þeim datt engin annar í hug en stækkunarstjóri ESB til að spyrja álits á einhliða upptöku Evru. Við vissum allan tímann að þessir aðilar væru á móti. Þeir hefðu misst vinnuna annars. 


mbl.is „Aðför að hvalaskoðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mjög trúverðugt

Þegar fólk er farið að beita ofbeldisfullum mótmælum gegn hernaðarbandalagi þá er skotið yfir markið. Ofbeldi gegn ofbeldi. Af hverju í ósköpunum eru takmörk lögreglunnar ekki virt. Svona mótmæli, sem eru farin að snúast um baráttu lögreglu og mótmælenda, missa alltaf marks. Umfjöllunin og athyglin verður þá á lögreglunni en ekki á málstaðnum. Að vera þreytandi í langan tíma með pottaglamri og sleifaslætti er vænlegra til árangurs en árásir á lögverði sem eru jú bara fólk að vinna vinnuna sína.
mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið að það útskýrði þetta einhver

Maður er búinn að vera velta sér upp úr þessu út í eitt, kenna íhaldinu um og Davíð og hinum og þessum blásaklausum mönnum. Af hverju kom maðurinn ekki með þessa útskýringu fyrr. Var ég kannski bara of bráður að vera að skammast áður en rétta orsökin var gerð opinber. En allavega er þetta gríðarlegur léttir að þetta sé nú komið fram í dagsljósið. Geta þá bara ekki Geir og Ingibjörg sæst aftur og haldið áfram þar sem frá var horfið. Björgvin getur meira að segja komið aftur í sinn stól. Þetta er æðislegt, dásamlegt, loksins er allt komið upp á borðið.    
mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband