Undarleg hegðun fjölmiðla

Ég get ekki að því gert að mér finnst undarlegt hvernig hver maðurinn á fætur öðrum er tekinn af lífi opinberlega um leið og hann er ráðinn til eða gefur sig í að vinna fyrir almenning í skuldamálum. Ég tek sem dæmi Björn Þorra Viktorson lögmann HH sem hefur unnið mikið og gott starf fyrir skuldara í þessu landi. Er ekki nóg að þessir menn standi undir væntingum í sínum störfum? Verða þeir að ganga með geislabaug? Ekki eru þessir sömu fjölmiðlar að tæta t.d. Birnu Glitnisdrottningu í sig þangað til að hún segir af sér eða er rekin þrátt fyrir að hún gerði upp á bak í persónulegum hagsmunum í viðskiptum við bankann sem hún stýrði. 

Er skýringuna að finna í því að auglýsingadeildir fjölmiðlanna stýra fréttastofunum? Glitnir auglýsir jú mun meira í fjölmiðlum en umboðsmaður skuldara...... 


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Vignir; æfinlega !

Þakka þér fyrir; þitt þarfa innlegg, í umræðu þessa.

Jú; jú, þarna réru að baki, hin ýmsu Skugga öfl, innan Banka kerfisins, sem utan þess, því þeim blöskraði einlægni og baráttuvilji Runólfs.

Það styttist í; að glitta kunni í byssuhlaup og rýtinga, í þessu Guðanna volaða samfélagi okkar, haldi fram, sem horfir, fornvinur góður.

Verðum í sambandi; innan skamms.

Með beztu kveðjum; autur yfir fljót, sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég segi nú bara:  Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Mér finnst þessi umræða um Runólf og Ástu Sigrúnu hafa farið inn á ranga braut.  Ég var hissa á því að Runólfur hafi verið tekinn fram yfir Ástu Sigrúnu og tel best, ef hægt hefði verið að koma því þannig við, að þau hefðu geta tekið embættið saman.

Marinó G. Njálsson, 3.8.2010 kl. 22:15

3 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ég fylgdist bara ekki nógu vel með ráðningarferlinu Marinó til að geta tjáð mig um það.  En er Ásta Sigrún þá ekki kandídatinn til að taka við þ.e.a.s. ef fjölmiðlar tæta hana þá ekki í sig líka.  Stofnanahroki stýrir þarna aðgerðum sem og víðar.

Magnús Vignir Árnason, 3.8.2010 kl. 23:29

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Mjög góður punktur hjá þér.

Heimir Tómasson, 6.8.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband