Færsluflokkur: Bloggar

Sá sem felldi ríkisstjórnina á heiður skilið.

Ég skil ekki hvað SF er að bera af sér að hafa fellt þessa ríkisstjórn þegar íhaldið er að kenna þeim um, ég væri stoltur og bara virkilega upp með mér að vera kennt um stjórnarslitin. Það að koma frjálshyggjuskrílnum frá, eftir að þeir brenndu landið á örfáum árum, er heiður sem hlotnast ekki hverjum sem er. 


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi

Ég var að setja inn nýjan tengil þar se hægt er að setja nafnið sitt undir hvatningu til stjórnarskrárbreytingar þar sem breyta á kosningalögjófinni til aukins lýðræðis og stjórnskipan þar sem skerpa á skilin milli forseta-framkvæmda og löggjafavalds.

Ég hvet að sjálfsögðu ALLA til að skrifa undir þetta þjóðþrifamál. 

http://nyttlydveldi.is/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=5


Kosningar í vor og hættum að borga.

Hvet alla til að fara inn á http://www.heimilin.is/ og skrifa undi hótun um að hætta að borga af skuldunum 1. febrúar. Hvet einnig alla að fara inn á http://kjosa.is/ og skrifa undir að við viljum kosningar í vor. 

Svona verður þetta

Okkur verður sýndur einn og einn svona "nobody" sem verður hengdur bara til þess að róa þjóðina. En raunverulegu þjófarnir sleppa, þeir sem rændu þjóðina og svo bankana.  
mbl.is Lögregla rannsakar bankastarfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjafinn og hagfræðingurinn

Alveg var það með ólíkindum að hlusta á viðmælendur Sigmars í Kastljósinu í kvöld, þar sem ráðgjafinn svokallaði fann öllum breytingum og hugmyndum um eitthvað annað en núverandi ástand, allt til foráttu, og hagfræðingurinn (ég geri þeim það ekki að birta nöfn þeirra hér) jánkaði öllu saman eins og vel upp alinn krakki í afmælisveislu. Ja hérna hér, er skrítið þó illa sé komið fyrir vorri þjóð. Vésteinn Gauti, sem er hættur að borga af íbúðinni sinni af því að það borgar sig, átti til dæmis að fara að ráðum ráðgjafans og selja íbúðina á 25 milljónir sjálfur en ekki bíða eftir því að bankinn byði hana upp og fá vonadi þannig fyrir hana 25 milljónir. HALLÓ! Það hvíla núna 31,6 milljónir á íbúðinni. Hvernig er hægt að selja hana á 25 milljónir án uppboðs? Og annað sem ráðgjafinn kom inn á, að það væri nú ekki í hendi að það fengjust 25 milljónir fyrir íbúðina þó að á bankauppboði væri. Vésteinn Gauti vissi það allan tímann en þessi tala var sett upp í útreikningunum og var jafn góð og hver önnur. Það skiptir nefnilega ekki höfuðmáli í aðgerð Vésteins, upphæðin sem fengist fyrir íbúðina, heldur að lágmarka fjárhagslegt tjón. Sigmar, er ekki smuga hjá þér að vanda valið á viðmælendum betur? Var ráðgjafinn kannski ekki búinn að sjá viðtalið við Véstein?          

Nýsköpun

Við gætum t.d. byggt torfkofa upp á gamla mátann í þeim byggðum sem afskekktastar eru, hvar mestu veðravítin eru og verst hafa farið út úr samdrættinum í landbúnaði, selt síðan ferðamönnum yfir veturinn, vikudvöl þar sem skyr, súrmatur, saltkjöt  og kaplamjólk er eina fæðan og vaðmálsföt eru það sem ver fólk fyrir kuldanum. Þau sem halda út í 7 daga fá ferðina endurgreidda.Errm

Rassskelling

Þetta er bara upp á gamla mátann. Íslendingar eru búnir að haga sér eins og óvitar út um alla Evrópu og voru hýddir opinberlega. Hjá stoltum óþægum krakka er það stór biti að kyngja.

En þar fyrir utan. Tóku fleiri en ég eftir því að fréttin um Róbert Wessman og sex milljarðan sem hann tapaði á Glitni, hvarf allt í einu af mbl.is. Í alvöru þá var ég að lesa blogg um fréttina og þá bara hvarf hún og ekki einu sinni leitarvélin fann hana aftur. Fyrirsögnin var ''Íhugar að fara í mál" Skrýtið.

Fór gúmmítöffarinn upp í Hádegismóa og keypti Moggann?    


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan býður til veislu

Það er ekki hægt að beina frjálshyggjumanni á rétta braut. Ef þessi frjálshyggja dugar ekki þá prófum við bara næstu frjálshyggju með aðeins meiri ríkisafskiptum en síðast. Og þegar það gengur ekki þá þarnæst  aðeins meiri ríkisafskipti og svo koll af kolli þar til þeir eru dottnir alveg á vinstri hliðina. Þessir menn eru svo einsýnir að þó þeir séu búnir að viðbrenna veislumatinn, kveikja í eldhúsinu og stinga af með alla innkomuna svo það er útilokað að fá endurgreitt, þá halda þeir að lýðurinn sé tilbúinn að koma strax í næstu veislu hjá þeim. Afleiðingarnar eru þær sem sést hér í þessari frétt.
mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðum þetta eins og annað

Er þetta ekki bara spurning um að meta hvað er hagstæðast fyrir okkur. Það skiptir ekki máli hvaðan stöðugleikinn og hagsýnin kemur, bara ef hún kemur. En alltaf hljóta að fylgja skilyrði frá lánveitandanum og við eigum bara að meta hvaða skilyrði eru okkur hagstæðust.  
mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klu Klux Klan

Spillingin á Íslandi kemur til með að halda áfram meðan núverandi stjórnvöld halda um taumana. Skýringin er einföld. Svona stjórnarhætti, eins og viðgengist hafa hér, stunda ekki nema algerlega siðblindir menn. Það lýsir sér vel í því að dökkbláu íhaldsmennirnir kenna ýmist framsókn um klúðrið eða vonda karlinum í Ameríku sem fann upp undirmálslánin. Hér gekk allt eðlilega fyrir sig þangað til þessar skepnur í USA klúðruðu þessu. Geir H. sagði í dramatískasta ávarpi sem þjóðin hefur fengið í andlitið frá upphafi sjónvarpsútsendinga, að ekkert yrði eins og áður. Verður þá íhaldsmaður blótsyrði núna, eins og framsóknarmaður eða kommonisti var áður? Þykir þá fínt að kjósa Vinstri Græna hér eftir en púkó að kjósa þjófótt, siðblint og valdhrokaspillt íhaldið? Ef sést jakkafataklæddur, sjálfumglaður maður á Range Rover leggja dýra bílnum í 33 gráður í stæði fyrir fatlaða, verður þá sagt ,,þetta er helv. íhaldskurfur”? Verða það Vistri Grænir sem verða með Pizzu og kaldan á boðstólum til að hjálpa óákveðnum kjósendum að kjósa? Verða þeir kannski með lokað flokksbókhald svo að garðyrkjumennirnir sem borga í púkkið njóti nafnleyndar? Þeir fá svo ódýrt rafmagn í staðinn, ódýra hitaveitu og verndartolla á grænmeti. Eða verður það Framsókn?Ég get ekki að því gert að hugsa með mér, þegar ég hugsa um hörðustu, bláustu, hægrisinnuðustu íhaldsmenn (þessi 10%) sem dýrka og tilbiðja frumskógarlögmálið í viðskiptum sem öðru, hvernig menn geta verið svona samfélagslega vanþroskaðir? Sumir þessara manna hafa bloggað um sína sýn á málin þessa dagana og það versta sem þeir sjá eru ríkisafskiptin. Það á bara að leifa öllu að fara á hausinn. Alveg sama þó siðblindir fjárglæframenn dragi saklausar fjölskyldur með sér í svaðið, sem eru eingöngu að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið og búa börnunum það öryggi sem þau þurfa í uppvextinum. Alveg sama þó allar ríkisstjórnir um allan heim séu að berjast við að halda heimilunum gangandi. En flestir eiga það sameiginlegt að tjá sig undir dulnefni. Eins og Klu Klux Klan meðlimir með hettuna á hausnum. Ég verð ekki sáttur, og þetta er það sem flestir landsmenn tala um og er þjóðþrifamál, fyrr en við fáum peningana okkar, þýfið, aftur heim. Þó ekki væri nema til að lina sárustu þjáningar sparifjáreigenda á Íslandi. Fyrr fá landsmenn ekki þá tiltrú sem þarf að vera á kerfinu, stjórninni og yfirvöldum á landinu yfirleitt. Skepnurnar sem mokuðu fénu okkar svo í eigin vasa, á svo að setja í gapastokk á torgum til að fólk geti virt þá fyrir sér og sýnt þeim sömu lítilsvirðingu og þeir sýndu okkur. Ég legg til að við byrjum á því að gefa þeim séns á að gefa sig fram og skila peningunum.Það er mannlegra. Og fyrst við erum farin að tala um mannlega þáttinn þá vildi ég ekki vera í sporum Geirs og Davíðs. Eftir misheppnaða tilraun til að láta frjálshyggjukefið ganga á Íslandi, væru þeir best settir með að viðurkenna mistök sín og fara frá völdum, boða til kosninga og leifa næstu stjórnarstefnu að gera tilraunir á landanum næstu árin. Hver veit nema að þeir komist ennþá dýpra í vasa okkar en fyrirrennararnir. 
mbl.is Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband