9.9.2008 | 20:52
Gelding
Það á í fúlustu alvöru að vana þessi kvikindi. Dómurinn getur verið t.d. að herða undan þeim seka með snæri. Þá er bundið utanum punginn og hert að. Draslið, sem skepnan veit hvort sem er ekkert hvernig á að nota, visnar þá undan viðkomandi og dettur af að lokum. Forvarnargildi refsingarinnar er gríðarlegt. Einhver kann að halda fram að ég sé ekki hót betri en afbrotamaðurinn, þ.e. að refsingin sé lítið betri en afbrotið sjálft. Ég segi að morðingjar eru miklu betri menn en svona kvalarar, fórnarlömb þeirra kveljast ekki í mörg ár í sálarkreppu. Mér væri slétt sama þó kauði væri í gapastokk á borgartorginu á meðan það væri að úldna undan ræflinum.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 22:30
Að virkja neytendastofu og fjármálaeftirlitið
![]() |
Skoðar verðlag á eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 23:33
Ég hélt mig hafa séð það allt .....
Eftirfarandi birtist í Mogganum laugardaginn 23.08.08
Ég er nýbúinn að fá grein eftir mig birta á umræðusíðum Moggans og ætlaði ekkert að fara að senda inn meira efni strax. En þegar svona pistill kemur fyrir almenning eins og pistill Ragnars Halldórssonar föstudaginn 15. ágúst, þá spyr maður sig í 1. lagi. Er þetta svaravert? Í 2. lagi. Er svona gunnhyggni ástæðan fyrir fylgi íhaldsins á Íslandi? Í 3. lagi. Er til fólk sem í alvöru trúir því að góðærið sé sjálfstæðismönnum að þakka? Í 4. lagi. Eru störf Geirs H. Haarde yfir gagnrýni hafin? Í fúlustu alvöru þá hefði ég trúað þessu upp á 7 ára krakka að tala um pabba sinn en ekki fullorðinn mann, sem þar að auki tiltlar sig ráðgjafa, að tala um stjórnmálamann. Veit Ragnar hvað hann er að gera flokknum sínum mikinn óleik með svona barnalegri álitsgerð? Ég mundi í alvöru skammast mín fyrir að titla mig sjálfstæðismann hér eftir. Sko ..... skipið sem Geir siglir er gottveðurskip, samkvæmt Ragnari, sem er á leiðinni inn í vont veður og vonda veðrið er ekki Geir að kenna af því Geir getur bara smíðað gottveðurskip en góða veðrið er Geir að þakka af því Geir er svo góður pabbi og það er bannað að skamma góða pabba þegar gottveðurskipið liggur við bryggju í vonda veðrinu sem vondi kallinn bjó til. Geir þarf bara að veifa hendinni, þá kemur gott veður, þá er hægt að láta úr höfn og setja í álfisk, virkjanafisk, og alla hina fiskana sem hjálpa okkur að halda vöruskiptajöfnuðinum í mínus sem veldur áframhaldandi gengislækkunum sem heldur uppi fallandi gengi sem heldur uppi verðbólgunni sem réttlætir háa stýrivexti sem heldur uppi tekjum bankanna. Einfalt, skilvirkt, snjallt og engan grunar neitt. Og það er líka bannað að skamma Jóhannes afa þó strákurinn hans sé að fljúga á flugvélinni sinni í útlandið að kaupa allan heiminn. Hann er góður líka og pabbi hans gaf honum peninginn, hann stal honum ekkert frá köllunum sem áttu allar FL flugvélarnar með honum, það er ekki satt. Hann Jóhannes afi græddi sko eiginlega ekkert á því að selja okkur mat og borgaði nýju búðirnar allar sjálfur og gaf fátæka fólkinu að borða líka fyrir afganginn. Og bankamennirnir eru líka góðir af því að þeir lána fólki fyrir nýja húsinu og nýja bílnum og líka nýja hjólhýsinu og meiraðsegja líka sumarbústaðnum.
Ragnar! Skammastu þín ekki fyrir að bera svona á borð fyrir landsmenn? Skammastu þín ekki fyrir að halda því fram að alþjóð sé svona tröllheimsk? Geir H. Haarde silgdi þjóðarskútunni, sem Davíð, Halldór og Geir sem fjármálaráðherra voru búnir að sigla á í gegnum mörg góðviðristímabil, til hafnar áður en hvessti, svo við höldum áfram á þinni myndlíkingabraut. Davíð og Halldór borguðu niður skuldir ríkisins í góðærinu sem segir til um fyrirhyggju þeirra en þeir gleymdu hinsvegar að setja bönd á fjársjúka menn sem nú ganga lausir í þjóðfélaginu sem virkar á sama hátt og ef þeir hefðu opnað Á.T.V.R. með ódagsettan frímiða fyrir alkahólista. Það sem er að er það, að til að þjóðarskútan gegni sínu hlutverki þarf að láta aftur úr höfn. Það fiskast ekkert nema látið sé úr höfn og veiðarfærunum sleppt fyrir borð. Og það sem skipstjórinn þarf að átta sig á er, að það er fullt af fiski í sjónum
Aðgerðir sem vantar strax til að bjarga heimilunum í landinu:
Fryst verðlag og laun til að stöðva verðbólgu á meðan fjármálakerfið er að jafna sig eftir hvassviðrið.
Að vextir lækki til jafns við nágrannalöndin. Ef setja þarf ný lög um seðlabankann og fækka bankastjórunum til þess, þá hvað með það.
Að verðtryggingin, sem er að sliga fyrirtækin og þó aðallega heimilin í landinu, verði aflögð . Heimilin, sem ég hélt að væri grunnurinn í sjálfstæðishugsuninni til að frjálsa fjármálakerfið þeirra gengi upp. Er neitandinn í hinu nýja íhaldsskipulagi orðin óþarfur? Eða er kreppan,, partur af prógramminu svo hægt sé að sölsa undir sig fullt af fyrirtækjum fyrir lítinn aur og rétta svo vinum og kunningjum á gjafverði? Eru heimilin sem fara forgörðum í aðgerðunum þá bara eðlilegur fórnarkostnaður?
Að virkri samkeppni verði komið á fót í olíugeiranum, bankageiranum, milli fjármögnunarfyrirtækja, matvörugeiranum og á öllum þeim sviðum sem kemur neitandanum til góða svo hann geti haldið áfram að halda þjóðfélaginu gangandi með því að vekja neytendasamtökin af hinum langa svefni og fjármálaeftirlit verði eflt til muna.
Tilrauninni með fljótandi krónu verði hætt samstundis þar sem útséð er með að það gangi upp nema til að offóðra íslensku bankana.
Sjálfstæðishugsun þín Ragnar er trú og sterk og slík trúmennska á alla mína virðingu þó óbeit mín sé óneitanlega til staðar.
Frelsishugsjónin þín fellur um sjálfa sig í þínum eigin orðum. Í því þjóðfélagi sem við lifum í í dag er eru hinir frjálsu fjársjúku menn sem enn eru hérna megin við rimla refsingarhússins fyrir löngu orðnir þrælar eigna sinna og við hin erum að berjast við að halda heimilinu gangandi því allt of stór hluti af tekjum okkar fer í vaxta og verðbótagreiðslur til bankanna. Þjóðarskipanin á Íslandi er fyrir löngu farin að líkjast meira frumskógarlögmálinu en siðmenntuðu mannfélagi, þar sem sá hæfasti (í að raka saman fé í eigin vasa) er mærður og forsetaembættið hefur lagst svo lágt að veita einum þeirra fálkaorðu fyrir útrásarstarfið.
Ertu Ragnar ekki ennþá búinn að átta þig á því að neitandinn borgar allan brúsann á endanum? Sama hvað þú nefnir og hvernig þú snýrð því, allan brúsann. Þarf þá ekki í sjálfstæðishugsjóninni að hlúa að neitandanum númer eitt svo hann eigi fyrir brúsanum? Og annað sem er gott að glöggva sig á. Ísland er lítið og markaðurinn of lítill til að samkeppnishugsjónin virki. Það hefur margsannast í verðsamráði þeirra sem ákveðnastir eru í því að ná sem stærstum bita af annars ágætum launum okkar Íslendinga. Eitt enn sem mér sýnist þú þurfa að sjá og rata en það er hinn gullni meðalvegur. Hann er þarna þó vandrataður sé. Veröldin er ekki bara svört og hvít, vinstri eða hægri. Öfgarnar eru ekki góðar, í hvoruga áttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 21:16
Nafnlausir gagnrýnendur
![]() |
Guðni í fundaherferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 23:35
Það er framsóknarmaður í Gísla
..... þegar betur er að gáð. Í alvöru, íhaldskurfar sem reynið að verja þvæluna og spillinguna frá ykkar fólki, hvar væruð þið nú ef framsóknarmaður hagaði sér svona. Þið væruð komin niður í Ráðhús, froðufellandi af bræði yfir spillingunni.
![]() |
Gísli Marteinn fær launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 19:27
Fékk hann ekki gæsahúð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 20:07
Tillaga að þjóðarsátt.
Samstaðan.
Eina sem við okurvaxtagreiðendur þurfum að gera er að standa saman, það er ekki flóknara. Ég lofa því að við verðum mjólkuð á meðan við þegjum. En hvað ætli myndi gerast ef við einn daginn tækjum okkur saman og hættum að borga. Krafan væri burt með verðtrygginguna og niður með vextina,,. Já ég er að tala um að við hættum að borga af lánunum þangað til að þetta væri komið í sama horf og í nágrannalöndum okkar. Skikkanlegir vextir og engin verðtrygging. Og trúið mér, þetta er hægt. MEÐ SAMSTÖÐU. Auðvitað hugsar þú núna að húsið verði boðið upp, lánið gjaldfellt og þú verðir komin niður í Laugardal í tjald eins og hver annar óbreyttur þýskur ferðamaður en þó að bankarnir á Íslandi séu feitir þá er útilokað að þeir geti fellt öll lán á einu bretti. Við erum of mikilvægur tekjustofn til þess. Svona samstaða yrði til þess að við yrðum aldrei framar blóðmjólkuð eins og gert er í dag.
Þjóðarsáttin.
Hún snýst um það að þegar búið er að fella niður verðtrygginguna og lækka vextina þá er björninn unninn. Meira þurfum við ekki. Verðtrygging og okurvextir eru tugir þúsunda hjá hverju okkar í hverjum einasta mánuði. Þannig fengjum við kaupmáttinn til baka sem búið er að hafa af okkur síðustu mánuði með veikingu krónunnar. Og við gætum afþakkað aðrar launahækkanir í bili. Við gætum farið að leggja fyrir og gera það sem okkur langar til á debetkortinu í staðinn fyrir krítarkortinu. Við verðum að taka í taumana, það er orðið einsýnt að engin gerir það fyrir okkur. En við verðum að vera sem einn maður í samstöðunni til að mark verði á okkur tekið. Öðruvísi getur þetta jú ekki kallast þjóðarsátt.
Sparifjáreigendur.
Fer allt forgörðum við að leggja niður vertðryggingu á Íslandi. Hvernig fara danskir og norskir sparifjáreigendur að? Og lífeyrissjóðirnir, eru þeir ekki með fjármagnið hingað og þangað, ekki bara inni á bók? Ef þssi fjármál ganga upp allt í kring um okkur þá geta þau gengið upp hér. Og það þarf allavega ekki að reyna að segja mér að ógöngur okkar nú séu allar ósjálfráðar og óviðráðanlegar. Nei takk. Það kemur ekki til greina að bíða í 2-3 ár eftir því að ástandið bara lagist og borga milljónir hvert okkar í bankakerfið á meðan, eins og það sé einhver lausn á málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 08:41
Pyntinar á pyntingar ofan .....
![]() |
Matsfyrirtæki pynta íslenska banka" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 00:20
GANGA ÞJÓFAR LAUSIR MEÐAL ALMENNINGS ?
Þegar einhver hagnast óhóflega þá tapar einhver annar, það er bara svoleiðis. Peningar vaxa ekki á trjánum. Hagnaður rekstraraðila er nauðsyn en hann verður að vera í hófi. Samvisku manna gagnvart því hvort einhver situr eftir með sárt ennið eftir viðkipti er ábótavant. Ef frumskógarlögmálið á alltaf að gilda, í viðskiptum og samskiptum er spurning hver þroskamunurinn er á manni og apa.
Ég man eftir sem ungur maður, frásögn í fréttum af manni sem var settur í steininn fyrir að lána mönnum fé á "okurvöxtum,, eins og kallað var í fréttinni. Í minningunni er þetta afskaplega vondur maður. Í minningunni er þessi maður að lána fólki fé sem ekki gat fengið fé annars staðar. Hann nýtti sér neyð fólks. Fólks sem fékk NEI hjá bankastjóranum, sem í minningunni er maður sem stjórnaði örlögum fólks eftir eigin geðþótta, sem lánaði eftir því hvernig lá á honum þann daginn en ekki maður sem gekk á eftir þér með grasið í skónum, eins og nú tíðkast. Stjórnvöld tóku á málinu og líka á manninum. Ef minnið svíkur mig ekki rukkaði skepnan 20% vexti. Þegar fanturinn var stöðvaður, var þá verið að vernda lántakendurna sem var fólk að reyna að bjarga sér og sínu eða var verið að vernda bankana eins og gert er þessa dagana? Ég átta mig ekki á því enda kannski erfitt að ímynda sér hvort yfirvaldið var að hjálpa einstaklingi í neyð, sem í fávisku sinni leitaði á náðir glæpamanns eða stofnuninni sem bauð í laxveiði oft á hverju sumri. Það hlýtur að hafa verið einstaklingurinn því annað væri spilling. Samkvæmt alþjóðlegri skoðanakönnun er engin spilling á Íslandi. Allavega með því allra minnsta sem gerist. Eða erum við kannski bara best af því að allir hinir eru verri? Það skiptir ekki máli. Við erum best í spillingarleysi eins og öðru og það er það sem telur.
davíð oddsson, dómarapabbi, hægri verndarvængur Íslensku bankanna og geir h. haarde hinn hægri verndarvængur þeirra með árna matthiesen í skítverkunum, eru menn sem eru starfi sínu vaxnir. Þeir tryggja það leynt og ljóst að bankarnir á Íslandi hafi að lágmarki verðtryggða okurvexti í tekjur hérlendis. Svo hafa þeir óverðtryggða lágmarksvexti í gjöld erlendis þar sem vísitöluundrið þekkist ekki og í allflestum löndum í kingum okkur er ekki einu sinni til orð yfir fyrirbærið. Þessir menn eru að mínu áliti búnir að missa réttinn til að skrifa nafnið sitt með stórum staf.
Landsbankinn komst í fjölmiðla í vetur sem leið, fyrir framúrskarandi sparisjóðsbækur í Bretlandi sem gáfu meiri vexti en gengur og gerist í þarlendum bönkum. Það fær mann til að velta fyrir sér af hverju Íslenskur banki getur boðið hærri innlánsvexti á bretlandsmarkaði en þarlendir rótgrónir bankar geta gert? Svarið er einfalt. Þeir hafa Íslendinga til að endurlána féð og þar er ekkert mál að rukka væna summu fyrir lánsfé bæði til fyrirtækja sem enginn skilur hvernig geta staðið undi pakkanum og til kúgaðra einstaklinga sem ekkert þora að gera eða segja í málinu því þá kemur björn bjarnason skítverkamaður nr.2 með sérsveitina sem hann er að koma sér upp leynilega. Við skulum ekki gera lítið úr því. Það heyrist varla í vörubílstjórum lengur. Við getum óáreitt haldið leiðar okkar fyrir þeim, þökk sé birni bjarnasyni. Það ættu allar þjóðir að eiga a.m.k. einn björn bjarnason til að vernda almúgann fyrir fámennum sérhagsmunahópum eins og þessum óþolandi vörubílstjórapöddum sem eru að eyðileggja alla þjóðvegi landsins, við að keyra í húsgrunnana okkar möl, flytja matvörur í okkur landsbyggðarandstyggðirnar og ferðast með búslóðir einhvers óþarfa pakks til Reykjavíkur sem er búið að gefast upp á hokrinu úti á landi. Var einhver að tala um bananalýðveldi?
Bankastofnanir á Íslandi eru einstakar að því leiti að aularnir sem reka fyrirbærin þurfa 10-15% vaxtatekjur til að geta rekið þær á meðan bankar í nágrannalöndum okkar þurfa ekki nema 4-6% í vaxtatekjur. Og það er skriðið svo fyrir þessum fégráðugu undrabörnum að einn daginn fékk einn þeirra fálkaorðu. Eitt dæmi: Íslenskur banki tekur lán í jenum og greiðir fyrir það 0,5% vexti við eðlilegar aðstæður. Svo þegar hann kemur heim með féð og lánar Íslendingum, til að byrja með á minnst 4,15%, og verum með það á hreinu að seðlamokararnir borga enga verðtryggingu (vísitölutryggingu) í Japan vegna þess að hún er ekki til þar. Á Íslandi geta (og gera) með stuðningi ríkisstjórnarinnar, seðlabankans og fjármálaspekinganna þeirra, bankarnir svo rukkað almúgan um verðtryggingu og það eru ekkert annað en aukatekjur í þessu tilfelli. Er þá ekki einsýnt að verðbólga er hagur bankanna. Því meiri verðbólga því meiri tekjur. Og í framhaldi af því er ljóst að það að kaupa evrur fyrir 500 milljarða sem veldur gengisfalli, sem kemur af stað himinhárri verðbólgu, er ekkert annað en snjall leikur til að auka tekjur bankans. Þessi börn rýna svo upp í nasirnar hvort á öðru og ákveða að hvort um sig skuli þau hafa árslaun verkamanns mánaðarlega. Svo vogar skítverkamaður nr. 1 sér að koma fram fyrir alþjóð og halda því fram að þetta klúður sé allt verðfalli á húsnæðismarkaði í U.S.A. að kenna. Þegar búið er að rústa fjármálamarkaðnum á Íslandi með vitlausum bankarekstri reynslulausra undanrennubangsa sem eru ekki starfi sínu vaxnir, þá á að láta reyna á hvort almenningur á Íslandi er nógu vitlaus til að kaupa þessa útskýringu. Sami hrokinn og í dómarapabba- málinu. Enda ekki við öðru að búast af siðblindum manni.
Stóru mistökin á Íslandi er verðtrygging. Hún var eins og flestir vita, upphaflega sett á báðu megin, þ.e. á laun og neysluvörur. Tekjur og útgjöld almennings voru verðtryggðar. Þá stóð nokkurn veginn heima að allt varð vitlaust. Verðbólgan rauk upp úr öllu valdi og ekki réðist neitt við neitt þar til að þjóðarsáttarsamningar voru gerðir. Áður höfðu stjórnvöld eitthvað misreiknað dæmið og fellt niður verðtryggingu en bara af launum fólks, ekki af útgjöldum. Ég held að það hefði átt að vera þver öfugt. Hugsið ykkur bara ef bakarinn hækkar hjá sér kökurnar og brauðin þá hækka launin. Ég held að hann sem launagreiðandi mundi hugsa sig tvisvar um. Það hefði orðið til þess að hér væri fjármálakerfi sem hefði hag af því að hér væri lítil sem engin verðbólga, almenningi til hagsbóta en ekki fésjúku fámenninu, en verðbólga er eins og allir vita eitt mesta eitur sem til er inn í öll fjármálakerfi. Þ.e.a.s. fyrir almenning og fyrirtæki. Líka fyrir banka ef engin er vísitölutryggingin. Seðlabanka- undrinu var svo falið að halda niðri verðbólgu með stýrivexti eina að vopni. Það er nú komið í ljós að gengur ekki upp, samt er þvermóðskast áfram. Ein stóru mistökin sem voru gerð var að setja húsnæðisverð inn í vísitöluútreikninga sem gerði það að verkum að stýrivaxtahækkun hefur áhrif til aukningar verðbólgu. Hrikaleg mistök nema þarna sé enn eitt leinivopn sjórnvalda til að gera hag bankanna sem mestan. Og enginn af þessum mönnum er það stórmenni að viðurkenna mistökin, og leiðrétta almenningi til hagsbóta. Það er enn ein sönnun þess að þessir menn vinna ekki í vegagerð fyrir almenning heldur fáa útvalda.
Þetta sem ég er að segja er samsæriskenning, ekkert annað, en það versta sem út úr henni gæti komið er, að það kæmi einn daginn í ljós að hún væri sönn.
Versta við að koma þessum samsæriskenningum á framfæri er það að flestallir fjölmiðlar eru svo háðir þessum féflettururm með auglýsingatekjur, fjármögnun o.þ.h. að illgeranlegt er að fá birta svona kenningu eins og hér er haldið fram. Undantekningalaust er tekið á bankamönnum, ef þeir leggjast svo lágt að mæta fyrir framan alþjóð, með silkihönskum í fjölmiðlum, fréttamenn læðast í kring um þá eins og köttur í kring um heitan graut og hvísla að bankamanninum "fæ ég betri vexti ef ég set upp silkihanskana,,. Fjármálamenn og samtök þeirra eru meira að segja með sérstakan þátt inni í fréttatímanum til að segja frá hvernig hefur nú gengið þann daginn að féfletta sauðheimskan almúgann.
Af hverju er ekki ABC barnahjálp t.d., sem gríðarlega margir íslendingar styðja, með svona fastan þátt til að segja okkur hvað tókst að bjarga mörgum mannslífum eða útvega marga heimsforeldra þann daginn.
Þegar fram líða stundir verður þetta tímabil í minningunni eitthvað svipað og minningin um manninn sem nýtti sér neyð fólks, þörf þess á húsnæði eða óbilandi dugnað og þörf til að skapa eitthvað, reka atvinnustarfsemi og skaffa öðrum vinnu. Gera eitthvað meira en stilla vekjaraklukkuna á 7. Eini munurinn er sá að þá var það einstaklingur í óþökk stjórnvalda sem stóð að okrinu en í dag bankar undir fiðurlausum verndarvæng stjórnvalda.
21.5.2007 | 01:06
Lausnin fundin
Ég lofaði því í grein sem er hér á síðunni hjá mér síðan í vetur, og var birt í Mogganum, að stofna landssamtök vaxtagreiðenda til höfuðs bönkunum og þeirra ósanngjarna vaxtaokri sem verndað er af stjórnvöldum og Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra. Hugsið ykkur bara, þegar bankarnir buðu 100% húsnæðisfjármögnun þá varð sprenging í eftirspurn eftir húsnæði og það hækkaði svo í verði að verðbólgan rauk upp og þá fór Davíð að hækka vexti (miðstýring heitir það) til að lækka verðbólguna með ekki mjög góðum árangri. Svo þegar húsnæðisverð hækkaði þá létu menn endurmeta verðmæti húsa sinna og tóku meira lán vegna þess að myndast hafði svigrúm til hærri veðsetningar. Og enn jókst verðbólgan og enn hækkuðu stýrivextir. Opinbera skýringin er þensla vegna mikilla framkvæmda í landinu. Rétta skýringin er mikið framboð af lánsfé, sem við Íslendingar erum ekki beint vanir í gegnum árin, sem nýeinkavæddir bankarnir notfærðu sér fram í fingurgóma með okri, undir verndarvæng stjórnvalda. Engin venjuleg stjórnvöld hefðu stutt það að sauðsvartur almúginn væri rúinn inn að skyrtunni þegar menn í góðri trú tóku gylliboðum bankanna, reynandi að koma sér húsnæði yfir höfuðið. Og við létum blekkjast. Og látum enn blekkjast. Hugsið þið ykkur milljarðana sem bankarnir eru búnir að hafa í okurvaxtatekjur, af þessari aðgerð sinni, sem þeir fara svo með erlendis og fjárfesta fyrir. Og eru slegnir riddarakrossi fyrir. Hvað krakki sem væri gæti rekið banka með svona tekjuvernd.
En Geir Haarde og félagar reyna að telja okkur trú um að það sé svo gott hvað bankarnir borga mikinn skatt í ríkissjóð þegar þeir græða svona mikið. Ég segi að það væri mikið ódýrara fyrir okkur okurvaxtagreiðendur að borga þá upphæð bara sjálf beint í ríkissjóð.
Ég er með betri hugmynd en að stofna landssamtök vaxtagreiðenda. Ég fékk hana bara í vikunni sem leið. Stofnum banka. Hann skal heita Lýðveldisbanki Íslands. Nafnið má alveg vera óþjált. Það verður engin útrás. Það þarf stóran tryggingasjóð til að stofna banka. Við okurvaxtagreiðendur sláum saman í púkk og leggjum sjóðinn inn á bók hjá einhvejum bankanum og fáum rentur af honum. Eða hvort sjóðurinn á að vera í vörslu Seðlabankans. Ég þarf að kynna mér þau aukaatriði betur. Svo sendum við samningamann til Japans og tökum erlent lán á 0,5% vöxtum, endurlánum öllum sem vilja vera með á 3-4% vötum og takið eftir, "ÞAÐ VERÐUR ENGIN VERÐTRYGGING". Þetta heitir samvinnuhugsjón eða framsóknarmennska, mér er sama hvort þið kallið það. Bankinn verður rekinn með lágmarkshagnaði. Að þessu takmarki ætla ég að vinna og eru allir sjálfboðaliðar velkomnir að aðstoða og leggja í púkkið bæði vinnuframlög og hugmyndir. Vonandi er hótunin nóg til að okrararnir vakni og snúi af þessari braut og ríkisstjórnin leggi niður verðtrygginguna, þó að það sé trúlega mikil bjartsýni.
Ég neita að trúa því að það þurfi að bíða eftir einhverjum sérstökum aðstæðum til að hægt sé að leggja niður verðtrygginguna. Það þarf að vinna í að skapa þessar aðstæður. Og ég get ekki heyrt að ný ríkisstjórn sé að fara að breyta þessu miðað við hvernig Ingibjörg Sólrún talaði fyrir kosningar, sami tónninn, "ekki réttar aðstæður núna til að fella niður verðtrygginguna".
Það liggur við að ég sjái eftir því að hafa kosið Samfylkinguna.
Ég hef talað.
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 16415
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar