Lausnin fundin

 

Ég lofaði því í grein sem er hér á síðunni hjá mér síðan í vetur, og var birt í Mogganum, að stofna landssamtök vaxtagreiðenda til höfuðs bönkunum og þeirra ósanngjarna vaxtaokri sem verndað er af stjórnvöldum og Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra.  Hugsið ykkur bara, þegar bankarnir buðu 100% húsnæðisfjármögnun þá varð sprenging í eftirspurn eftir húsnæði og það hækkaði svo í verði að verðbólgan rauk upp og þá fór Davíð að hækka vexti (miðstýring heitir það) til að lækka verðbólguna með ekki mjög góðum árangri.  Svo þegar húsnæðisverð hækkaði þá létu menn endurmeta verðmæti húsa sinna og tóku meira lán vegna þess að myndast hafði svigrúm til hærri veðsetningar.  Og enn jókst verðbólgan og enn hækkuðu stýrivextir.  Opinbera skýringin er þensla vegna mikilla framkvæmda í landinu.  Rétta skýringin er mikið framboð af lánsfé, sem við Íslendingar erum ekki beint vanir í gegnum árin, sem nýeinkavæddir bankarnir notfærðu sér fram í fingurgóma með okri, undir verndarvæng stjórnvalda.  Engin venjuleg stjórnvöld hefðu stutt það að sauðsvartur almúginn væri rúinn inn að skyrtunni þegar menn í góðri trú tóku gylliboðum bankanna, reynandi að koma sér húsnæði yfir höfuðið.  Og við létum blekkjast.  Og látum enn blekkjast.  Hugsið þið ykkur milljarðana sem bankarnir eru búnir að hafa í okurvaxtatekjur, af þessari aðgerð sinni, sem þeir fara svo með erlendis og fjárfesta fyrir.  Og eru slegnir riddarakrossi fyrir.  Hvað krakki sem væri gæti rekið banka með svona tekjuvernd.

  En Geir Haarde og félagar reyna að telja okkur trú um að það sé svo gott hvað bankarnir borga mikinn skatt í ríkissjóð þegar þeir græða svona mikið.  Ég segi að það væri mikið ódýrara fyrir okkur okurvaxtagreiðendur að borga þá upphæð bara sjálf beint í ríkissjóð.

  Ég er með betri hugmynd en að stofna landssamtök vaxtagreiðenda.  Ég fékk hana bara í vikunni sem leið.  Stofnum banka.  Hann skal heita Lýðveldisbanki Íslands.  Nafnið má alveg vera óþjált.  Það verður engin útrás.  Það þarf stóran tryggingasjóð til að stofna banka.  Við okurvaxtagreiðendur sláum saman í púkk og leggjum sjóðinn inn á bók hjá einhvejum bankanum og fáum rentur af honum. Eða hvort sjóðurinn á að vera í vörslu Seðlabankans.  Ég þarf að kynna mér þau aukaatriði betur.  Svo sendum við samningamann til Japans og tökum erlent lán á 0,5% vöxtum, endurlánum öllum sem vilja vera með á 3-4% vötum og takið eftir, "ÞAÐ VERÐUR ENGIN VERÐTRYGGING".  Þetta heitir samvinnuhugsjón eða framsóknarmennska, mér er sama hvort þið kallið það.  Bankinn verður rekinn með lágmarkshagnaði.  Að þessu takmarki ætla ég að vinna og eru allir sjálfboðaliðar velkomnir að aðstoða og leggja í púkkið bæði vinnuframlög og hugmyndir.  Vonandi er hótunin nóg til að okrararnir vakni og snúi af þessari braut og ríkisstjórnin leggi niður verðtrygginguna, þó að það sé trúlega mikil bjartsýni. 

  Ég neita að trúa því að það þurfi að bíða eftir einhverjum sérstökum aðstæðum til að hægt sé að leggja niður verðtrygginguna.  Það þarf að vinna í að skapa þessar aðstæður.  Og  ég get ekki heyrt að ný ríkisstjórn sé að fara að breyta þessu miðað við hvernig Ingibjörg Sólrún talaði fyrir kosningar, sami tónninn, "ekki réttar aðstæður núna til að fella niður verðtrygginguna".

  Það liggur við að ég sjái eftir því að hafa kosið Samfylkinguna.  

 

  Ég hef talað.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flott hugmynd hjá þér.  Ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um að skipta um banka ef ég fengi óverðtryggt lán. 

Anna Einarsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 16186

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband