9.5.2009 | 20:20
Skuldbinding sem nær yfir gröf og dauða
Til bankastjóra storma menn
sjötíu ára sverja eiðinn
paufast við að borga enn
Pétur lykla hitta senn
póstkassa þeir fá á leiðin
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2009 | 15:44
Vegagerðin gefur rangar upplýsingar
Inni á vegagerdin.is eru upplýsingar um færð og veður og efst í hægra horni er hægt að smella á kort af þeim landshluta sem þú vil fá upplýsingar um. Undir umræddu Ingólfsfjalli er vindmælir sem komið hefur í ljós undanfarna daga að er ekkert að marka. Staðsetning mælisins er með þeim ólíkindum að engu er líkara en menn hafi sett hann upp í norðanroki, fundið sér skjólbesta staðinn undir fjallinu og skellt mælitækinu þar niður. Sem dæmi er þegar flutningabíll frá Eimskip fauk út af um daginn þá sýndi þessi mælir 8 m/s. Ég get ekki að því gert að mér finnst ábyrgðarhlutur að gefa út svona upplýsingar. Annað dæmi er að þegar þessi fok urðu sem fjallað er um í fréttinni sýndi þessi mælir 5-6 m/s.
En þeim til glöggvunar sem þetta lesa er góð regla að þegar vindmælarnir á Hellisheiði sýna 12 m/s í norðlægri átt þá má búast við sterkum hviðum undir fjallinu áðurnefnda.
Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2009 | 23:45
Óréttlætið í þessu er ....
.... að þeir sem hafa stundað að veiða sinn kvóta öll árin lenda í ósanngjörnum niðurskurði á kvóta sem þeir eru búnir að kaupa. Málið er nefnilega að síðan kvótakerfið var sett á hafa alls konar skerðingar á upphaflegri úthlutun átt sér stað. Menn hafa neyðst til að kaupa kvóta til að rekstrargrundvöllur sé áfram fyrir hendi. Þetta er ástæðan meðal annars fyrir því að allt að 90% þess kvóta sem sumar útgerðir eru að veiða eru aðkeyptar. Þannig urðu skuldir útgerðarinnar að miklu leiti til. Með þetta að leiðarljósi er ekkert skrítið þó menn spái hamförum þegar enn meiri skerðingar eru fram undan.
Niðurstaðan er þessi. Menn sem hafa selt kvótann á undanförnum árum hafa grætt á tá og fingri. Þeir fá að sjálfsögðu enga skerðingu. (Munið þið séríslensku regluna um að vernda þá sem eiga peninga umfram allt) Aðrir hafa leigt frá sér allt sem þeir geta og siglt sem minnst sjálfir. Ég vorkenni þeim aðilum ekkert að lenda í skerðingu. Þeir hljóta að vera fegnir, þeir nenna ekki að sigla hvort eð er. Svo er einn hópurinn enn, en hann hefur veitt hvern einasta titt sem til þeirra úthlutunar hefur komið. Það eru þeir sem skerðingin bitnar á. Þeir taka út refsinguna sem framundan er fyrir þá misnotkun sem hinir stunduðu með kvótabraski. Þetta heitir á góðri íslensku að hengja bakara fyrir smið.
Eina ferðina enn eru kosningar og stjórnarbreytingar að hrista upp í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og aldrei hefur eins mikil alvara verið á bak við hugmyndirnar. Og aldrei hefur eins mikil ástæða verið til að gefa atvinnuvegi þessum vinnufrið. Við höfum aldrei síðan að land byrjaði að byggjast þurft eins mikið á gjaldeyrisöflun og alvöru verðmætasköpun sjávarútvegarins að halda.
Hver er nú ástæða þessara útgerða, sem veiða allar sínar heimildir, að vera að berjast áfram? Af hverju, þegar allt bendir til þess að eftir 10-20 ár verði enginn rekstrargrundvöllur lengur, af hverju selja þessir menn ekki kvótann og hætta á meðan það er ennþá hægt? Allt bendir nú til þess að eftir 10-15 ár verði þessar útgerðir algerlega háðar úthlutunum frá ríki og sveitafélögum eða að 2/3 hlutum. Þá er nú bertra að hafa kosið réttan flokk og greitt í réttan kosningasjóð.
Mun setja bankana aftur í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2009 | 18:08
Fasteignagjöld hljóta að lækka.
46% raunlækkun fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2009 | 00:25
Sagði það.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 00:19
Af hverju er þessi óánægja með núverandi kerfi.
Hvað er það sem okkur finnst að í núverandi kerfi. Ég get auðvitað bara talað fyrir mig og mér finnst óeðlilegt að kvótahafi þurfi bara að veiða helming aflans sem hann fær úthlutað og geti svo leigt restina af aflaheimildum sínum, og jafnvel haft meira út úr því en að veiða fiskinn sjálfur. Tekjurnar fyrir kvótann sem hann fær, og veiðir ekki heldur leigir frá sér, eiga auðvitað ekki að renna í hans vasa, heldur þjóðarinnar. Við eigum kvótann. Lausnin á þessu vandamáli er aukin veiðiskylda, t.d. 90 eða jafnvel 100% veiðiskylda.
Annað er það að sá sem selur kvóta, sem hann hefur sannanlega, ekki keypt af öðrum, á að skila þeim peningum til ríkisins. Það er sennilega of seint núna en þannig hefði það þurft að vera í upphafi. Þá værum við ekki að horfa á ,, kvótakónga" lalla um bæina með pípuhatt og staf. Lausnin á þessu er 90 eða jafnvel 100% veiðskylda.
Stjórnvöld dagsins í dag vinna greinilega með fyrrverandi kjósendum frjálslindra, kvótakóngum sem langar nú að komast aftur að kötlunum fyrir ekki neitt. Kvótakóngum sem hafa selt aflaheimildir sínar og eiga jafnvel skipin ennþá.
Hvernig haldið þið að úthlutanir eigi eftir að ganga fyrir sig í bæjarfélugunum sem fá 1/3 til úthlutunar. Eða hjá ríkinu sem fær 1/3 til úthlutunar. Ja, þá er nú betra að vera innundir, þekkja mann sem þekkir mann, og komast efst í bunkann. Ég held í fúlust alvöru að klíkuskapurinn og spillingin í kring um þetta, eigi eftir að ríða þessu kerfi að fullu.
90 til 100% veiðiskylda er lausnin sem lokar á óréttlætið og gerir það að verkum að aðeins þeir sem skila aflanum i land, með eigin tárum, svita og blóði fá úthlutað næst.
Fyrningarleið víst farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 16:32
Sýnum þolinmæði
Það er útilokað annað en að gefa þessu fólki meira en nokkrar vikur í að moka flórinn sem frjálshyggjan er búin að vera 18 ár að hægja sér í.
Það spá allir þessari stjórn ekki langra lífdaga og ég skil þau vel að vanda til verks við gerð stjórnarsáttmála.
Það að auki er þessi ríkisstjórn búin að gera margt gott. Það geta allir séð sem vilja. Hinir sem ekki vilja gefa fólkinu séns og ekki vilja sjá það sem er verið að gera gott verða bara að halda áfram að berja hausnum við steininn með lokuð augun.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2009 | 19:41
Evrópugrýlan grettir sig
Það er tvennt sem kemur mér í hug í sambandi við V.G. og evrópuaðild. Í fyrsta lagi var stór hópur fólks sem sneri sér til V.G. vegna andstöðu við aðild að ESB. Hvað segir þetta fólk þegar V.G. gefur eftir í þessu máli og fer í evrópuaðildarviðræður?
Íöðru lagi og kannski þessu áðurnefnda fólki til einhverrar huggunar, skil ég ekki hvað fólk er að hafa áhyggjur af þessu. Það hefur lengi verið vitað að það er meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að fara í aðildarviðræður. Svo gegnir bara allt öðru máli um aðildina sjálfa. Ég er sannfærður um að annað hvort verður samningaumræðum slitið vegna krafna okkar um full yfirráð yfir auðlindum okkar eða að við fellum samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og norðmenn hafa gert í tvígang.
Það hefur aldrei mælst meirihluti á Íslandi fyrir aðild en það er samkvæmt a.m.k. ein könnun sem sýnir að 70% þjóðarinnar sem vilja vera utan ESB ef skipt er um gjaldmiðil.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.4.2009 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 18:43
Og hvað með það?
Þetta er búin að ver mest lesna fréttin í allan dag á MBL og þetta er einhver mesta ekki frétt sem hugsast getur. Er kvenfólkið að skoða þetta svona mikið af því maðurinn er svo fallegur eða er fólk að skoða konuna hans? Maður spyr sig.
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 10:07
Þögn er sama og samþykki, EKKI skila auðu.
Skömmu eftir bankahrunið í haust sem leið hóf mikill fjöldi fólks mikla baráttu fyrir auknu lýðræði á Íslandi. Lýðræði er hugtak sem hefur á undanförnum árum verið fótum troðið og lítið verið nema nafnið eitt. Barátta þessi sem fór að mestu leiti fram á Austurvelli í Reykjavík, kostaði allt sem hægt er að leggja í svona baráttu. Blóð, svita, tár, þrek, peninga, blek, kústsköft, spjöld, potta, pönnur, kastarholur, sleifar, ausur og ekki síst hefur álit okkar á mörgum stjórnmálamönnum hrunið til grunna, stjórnmálamönnum sem voguðu sér að kalla mótmælendur skríl, og settu þá með því, alla undir sama hatt og þá örfáu sem virtu ekki tilmæli lögreglu, sem reyndi að hafa reglu á framtakinu. Eða stjórnmálamenn sem héldu því fram að mótmælendur væru ekki hluti af þjóðinni. Þessi barátta skilaði okkur ríkisstjórn sem hefur unnið að því að minnka skaðann af hruninu þó langt sé frá að dugi til. Þessi barátta kom Sjálfstæðisflokknum frá völdum eftir allt of langa stjórnarsetu. Þessi barátta skilaði okkur kosningum. Þessi barátta skilaði okkur valmöguleika í komandi kosningum. Valmöguleika sem stefnir að því að gjörbreyta stjórnarskipan á Íslandi og koma gömlu, spilltu flokkaklíkunum frá. Engan skildi undra þó Sjálfstæðisflokkurinn beitti málþófi til að kæfa stjórnlagaþing í fæðingu. Það er dagljóst að lýðræðisaukning sú sem stefnt er að með stjórnlagaþingi og hjá nýju hreyfingunum sem eru í framboði fyrir næstu kosningar, mundu klára þá anga sem enn lifa af gamla kolkrabbanum sem kallaður var og flokksvaldaklíka sú, sem lengi hefur lifað í gömlum glæðum elstu stjórnmálaflokka á Íslandi, myndi kulna fyrir fullt og allt.
Kviðdómur. Hugsið ykkur kviðdóm sem valinn er af þjóðinni. Kviðdóm sem ræður hæfasta fólk til að stjórna hverju ráðuneyti. Kviðdóm sem kýs um öll smærri mál og ákvarðanir sem liggja fyrir hverju sinni. Hugsið ykkur almennar kosningar um allar stærri ákvarðanir, eins og hvort við viljum lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur, til þess eins að smjaðra fyrir bandaríkjaforseta. Eða hvort við erum tilbúin að ábyrgjast innistæður innlánsreikninga í Bretlandi, Þýskalandi eða Hollandi, hjá banka í einkaeign. Hugsið ykkur persónulegt kjör fulltrúa á alþingi. Allt sem heitir persónukjör hefur hingað til verið gert eins þunglamalegt og erfitt eins og mögulegt er, í þeim tilgangi einum að minnka lýðræði og auka flokksræði.
Valmöguleikarnir eru fyrir hendi. Gott fólk, þessar línur eru skrifaðar af einstaklingi sem hefur engra hagsmuna að gæta, er ekki í framboði en er umhugað um að lýðræðið eflist á eyjunni okkar arðrændu. Ónotað atkvæði er að mínu mati vanvirðing við þá fjölmörgu sem með fórnfýsi og baráttu börðu potta og pönnur, svitnuðu, grétu og blæddu þar til sigur var í höfn. Þú hefur kjósandi góður að mínu mati valmöguleika í komandi kosningum, Lýðræðishreyfinguna og Borgarahreyfinguna. Þú hefur ekki þann valmöguleika að skila auðu, sitja heima eða gera ógilt. Þannig styður þú hvort sem þér líkar það betur eða verr, stærstu flokkana vegna þess að atkvæði þitt virkar ekki til mótvægis við þá. Bara það að þingmönnum fækkar ekkert þó 30% þjóðarinnar skili auðu sannar það. Kjósir þú hins vegar framboðin sem berjast fyrir lýðræði á Íslandi fjölgar þú þingmönnum þeirra og fækkar þingmönnum gömlu flokksklíkanna. Auður og ógildur miði jafngildir ,, þögn er sama og samþykki .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar