Af hverju er þessi óánægja með núverandi kerfi.

Hvað er það sem okkur finnst að í núverandi kerfi. Ég get auðvitað bara talað fyrir mig og mér finnst óeðlilegt að kvótahafi þurfi bara að veiða helming aflans sem hann fær úthlutað og geti svo leigt restina af aflaheimildum sínum, og jafnvel haft meira út úr því en að veiða fiskinn sjálfur. Tekjurnar fyrir kvótann sem hann fær, og veiðir ekki heldur leigir frá sér, eiga auðvitað ekki að renna í hans vasa, heldur þjóðarinnar. Við eigum kvótann. Lausnin á þessu vandamáli er aukin veiðiskylda, t.d. 90 eða jafnvel 100% veiðiskylda.

Annað er það að sá sem selur kvóta, sem hann hefur sannanlega, ekki keypt af öðrum, á að skila þeim peningum til ríkisins. Það er sennilega of seint núna en þannig hefði það þurft að vera í upphafi. Þá værum við ekki að horfa á ,, kvótakónga" lalla um bæina með pípuhatt og staf. Lausnin á þessu er 90 eða jafnvel 100% veiðskylda. 

Stjórnvöld dagsins í dag vinna greinilega með fyrrverandi kjósendum frjálslindra, kvótakóngum sem langar nú að komast aftur að kötlunum fyrir ekki neitt. Kvótakóngum sem hafa selt aflaheimildir sínar og eiga jafnvel skipin ennþá.

Hvernig haldið þið að úthlutanir eigi eftir að ganga fyrir sig í bæjarfélugunum sem fá 1/3 til úthlutunar. Eða hjá ríkinu sem fær 1/3 til úthlutunar. Ja, þá er nú betra að vera innundir, þekkja mann sem þekkir mann, og komast efst í bunkann. Ég held í fúlust alvöru að klíkuskapurinn og spillingin í kring um þetta, eigi eftir að ríða þessu kerfi að fullu.

90 til 100% veiðiskylda er lausnin sem lokar á óréttlætið og gerir það að verkum að aðeins þeir sem skila aflanum i land, með eigin tárum, svita og blóði fá úthlutað næst.             


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband