1.2.2009 | 23:26
Að vera frjálshyggjumaður eða að halda með íhaldinu
Mér finnst í alvöru talað eins og það sé stór hópur fólks sem er í raun ekki sjálfstæðisfólk en kýs íhaldið samt sem áður, jafnvel þó að peningafrjálshyggjan sem stendur að baki sé fullreynd, sé meira svona eins og stuðningsmenn sjálfstæðisflokksins. Svona eins og fólk heldur með fótboltaliði. Það styður íhaldið gegnum súrt og sætt. Ég spyr, eru stjórnmál ekki farin að snúast um eitthvað annað en þau eiga að snúast um þegar fólk er farið að halda með sjálfstæðisflokknum og kýs hann bara af því bara. Það getur varla verið að það sé verið að kjósa stefnuna því að hún er hrunin. Þetta er svona eins og að vera nasisti stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina. Kerfið er hrunið og fólk búið að afneita kerfinu auk þess sem kerfið í sjálfu sér afsannaði sjálft sig. Þetta var jú alltaf hugsað sem markaðskerfi sem átti að sjá um sig sjálft og enginn átti að skipta sér af. Hugsa sér að svo er til fólk sem heldur því fram að kerfið hafi hrunið af því að það var ekki nógu frjálst. Þetta er komið út í þráhyggju og þvermóðsku fyrir löngu. Er skrítið þó maður sé hissa á þessu liði?
Fráfarandi ríkisstjórn kveður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega! Það er ekki að ástæðulausu sem þessu er líkt við trúarbrögð.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:55
Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er að vera "SJÁLFSTÆÐISMAÐUR". þetta er stór þáttur í persónumynd margra og margur verið afar stoltur af því að bera þennan sjálfskapaða titil. Persónulegt sjálfstraust margra er svo slakt að erfitt er að losa sig við þá flottu upphækkun er þeim finnst flokkurinn gefa sér.
Halla Rut , 2.2.2009 kl. 00:18
Það vill nú svo til aðég ætlaði alltaf að vera Framsóknarmaður eins og afi minn- svo flutti ég til Reykjavíkur og fór þá að tala við unga Framsóknarmenn sem gerðu mig að Sjálfstæðismanni - Í dag ætti að nægja að lesa bók sem heitir Íslandssaga til vorra daga eftir Björn Þorsteinsson o.fl. til þess að komast að sömu niðurstöðu og ég forðum daga. Persónuleg reynsla mín - af 130% verðbólgu vinstri stjórnar ( venjulega "bara" 30-50%) 50 % skerðingu á kaupmáttarauka á rúmum 4 árum -steingeld verkalýðshreyfing sem leyfði Alþýðubandalaginu (VG) að svíkja alla kjarasamninga nægir til þess að mig hryllir við því sem blasir við núna. Ég man líka eftir Viðreisnarstjórn sem tók við eftir eina enn ömurlega vinstri stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar - sem afrekaði það helst að verða vinur forsvarsmanna Nasista. Steingrímur sonur hans sýndi stoltur gjafir sem faðir hans fékk frá vinum sínum á Nasistaheimilinu. Viðreisnin - Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur - vann þrekvirki þegar sú stjórn tók efnahagsmálin föstum tökum og reisti landið til vegs og virðingar - allt var traust - öruggt og í góðu jafnvægi - svo góðu að þegar síldin hvarf var búið að koma málum í það gott horf varð síldarmissirinn tiltölulega lítið mál sem hefði gert okkur gjaldþrota ef það hefði gerst á tíma vinstri stjórnar - og hvar eru gömlu góðu eðalkratarnir í dag - þetta frábæra fólk sem menn gátu verið stoltir af að starfa með? Týndir undir pinnahælum Ingibjargar og Jóhönnu. Það eru ömurleg örlög þessa hugsjónafólks sem setti Ísland í öndvegi og ásamt Sjálfstæðiflokknum leiddi þjóðina fram á við - upp á við á vegi farsældar.
Jú gott fólk - ég er stoltur af flokknum mínum - ég er stoltur yfir því m.a. að forystufólk flokksins fór ekki í það svað sem Ingibjörg Sólrún lagðist í þegar hún rak rýtinginn í bak Geirs Haarde - mannsins sem studdi hana og varði meir en annað fólk í veikindum hennar - það voru hinsvegar hennar eigin flokkssystkyn - varaformaðurinn í broddi fylkingar sem vísaði henni veginn í mannlegum samskiptum. Lagist þar lítið fyrir ISG og var það þó ekki merkilegt fyrir. Svo kemur Jóhanna og lýgur leti og ómennsku upp á Björn Bjarnason - einn heilsteyptasta - heiðarlegast og vinnusamasta stjórmálamnn sem við eigum.
Það var lélegt en henni líkt.
Halla Rut - þú getur gert lítið úr hugsjón þeirra tugþúsunda sem á hverjum tíma styðja og hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn.
Það er þín haugahugsun og vanlíðan og hefur ekkert með okkur að gera.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 05:50
Hjartanlega sammála þessu Magnús, hef ítrekað rekið mig á þetta að fólk heldur með flokknum eins og fótboltaliði!
Egill Rúnar Sigurðsson, 2.2.2009 kl. 07:12
Það eina sem þú gerðir Ólafur var að sanna mitt mál með þessum skrifum. Eina sem þú gerðir var að finna slæma tíma í íslandssögunni þar sem vinstri menn stjórnuðu. En gáðu að því að vinstri menn hikuðu ekki við að kjósa annað í næstu kosningum en þeirra fólk var ekki að standa sig nema kannski einhver smá kjarni, skyldfólk og vinir frambjóðenda. Þetta vantar hjá íhaldinu, að refsa stjórnarliðinu með fylgishruni ef það er ekki að standa sig. Og ég held að enginn heilvita maður geti haldið því fram að íhaldið hafi verið að standa sig undanfarin ár nema þá kannski að styðja þá sem borga feitt í kosningasjóðinn.
Magnús Vignir Árnason, 2.2.2009 kl. 09:00
Það var óborganleg sjón og langþráð þegar sjálfstæðishyskið í ríkisstjórninni sálugu yfirgaf Bessastaði. Þar gengu burtu saman hrokinn, heimskan, spillingin og skítlegt eðli, og bar mest á því þegar Björn skaufhali, Árni glæpur hrossalæknir og Guðlaugur heimski yfirgáfu staðinn. Sjaldan hefur mikilvægari meindýraeyðing fram fram á Íslandi og eru þó meðtalin sullurinn, fjárkláðin og lúsin.
corvus corax, 2.2.2009 kl. 09:08
Komið þið sæl; fornvinur minn Vignir, sem og þið önnur, hér á síðu !
Ólafur I Hrólfsson; sannar fyrir okkur, hversu þýlyndar sálir geta orðið, sem hanga á ''kenningunni'', eins og hundur á beini, alveg án tillits til, hversu miklu tjóni hafa valdið, þessir séríslenzku afleggjarar Hamas samtakanna, suður í Filisteu (Mið- Austurlöndum); Sjálfstæðisflokkurinn hér á Fróni.
Það bætir ekkert; málstað frjálshyggju skrímsla sveitarinnar, að benda á afglöp vinstri flokkanna, fyrr,, né síðar - skemmdarverk Sjálfstæðismanna eru jafn óskapleg, samt.
Fiktið; hófst, fyrir alvöru, með kvótakerfinu 1983/84 - EES hörmunginni 1993/94, og síðan þekkjum við öll, framhaldið, gott fólk.
Vanafastur skratti; sem ég, væri líkast til enn, birgðavörður; hjá Hraðfrysti húsi Stokkseyrar hf (hvar ég ég var, 1983 - 1991), hefði helvízkt kvótakerfið ei upp komið, með afleiðingum, sem öllum eru kunnar.
Ólafur I Hrólfsson ! Leitaðu þér hjálpar; einhverra góðgjarnra, frá aumlegu villuljósi Valhallar forarvilpunnar, megi ég gefa þér vel meinandi ráð, af einlægni og hógværð, einni saman.
Þar um ei meir að tala; eins og Jón heitinn Indíafari hefði tekið til orða, á sinni tíð, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandarsóknum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.