28.1.2009 | 22:17
Þetta breytir engu fyrir hvalaskoðun.
Það vita flest allir útlendingar sem koma hingað í hvalaskoðun að við veiðum hvali. Það er allt eins hægt að halda því fram að eingöngu þeir sem eru á móti hvalveiðum fari í hvalaskoðun. Það þarf allavega ekki að reyna að segja mér að grænfriðungar séu svona margir.
Það sem ég ekki skil er að það er endalaust verið að stíga úr og í með þetta. Síðast þegar ég vissi þá var meirihluti þjóðarinnar hlyntur þessum stórfiskaveiðum. Nú, ef það stendur eitthvað í ráðamönnum þessarar vesalings þjóðar, eða það sem eftir er af henni, má þá ekki bara kjósa um málið í eitt skipti fyrir öll, þannig að fyrirtækin sem stunda hvalveiðar geti gert það í friði.
Og þessir fréttamenn eru bara klikk. Þeir vaða eingöngu í hvalaskoðunar-atvinnurekendur og spyrja þá álits. Eins og þegar þeim datt engin annar í hug en stækkunarstjóri ESB til að spyrja álits á einhliða upptöku Evru. Við vissum allan tímann að þessir aðilar væru á móti. Þeir hefðu misst vinnuna annars.
Aðför að hvalaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 16370
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kæmi mér ekki á óvart að jafn margir og jafn vel allir sem fara í hvalaskoðun fari síðan í Hvalfjörð að sjá hvalskurð, þegar hann hefst.Þá á að vinna lífdísil úr Hvallýsinu ekki spurning.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 22:37
Heill og sæll; Vignir minn, og þökk fyrir allt gamalt og gott !
Reyndar; er ég fyllilega sammála, ykkur Jóni Vilhjálms, þarna, hvað þetta mál varðar - ekki bara Hvalfirðinga vegna, heldur og; allra landsmanna.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:45
Er eitthvað vitað Jón hvað er um mikið magn að ræða af því t.d. lítrar per dýr? Þetta er umhverfisvæn búbót með hvalveiðum.
Magnús Vignir Árnason, 28.1.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.