Færsluflokkur: Bloggar
4.10.2008 | 00:21
Hættum að borga, núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2008 | 23:39
Ha ha ha ha ha
![]() |
Spillingareinkunn Íslands lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2008 | 20:50
Virðing kemur ekki með búningnum
heldur er hún áunnin. Í fyrsta lagi er mikilvægt að menn viti hvað virðing er, í öðru lagi er ekki öllum gefið að ávinna sér virðingar og í þriðja lagi er útilokað að virðing sé öðruvísi en gagnkvæm. Hún getur ekki virkað í aðra áttina, lögreglubúningur og valdhroki færir engum virðingu.
Hitt er svo annað mál að ef það eru til vandasöm störf yfirleitt, þá eru það störf sem snúa að mannlegum samskiptum. Það hlýtur að vera vandasamt að greina á milli í hita leiksins, hvort þú ert með fól í höndunum sem ekkert skilur nema valdbeitingu, eða mann sem hægt er að tala við og leysa málið með á friðsamlegan hátt. Þar hlýtur reynsla að spila stóra rullu. Þarf þá ekki að borga þannig laun í þessu að menn tolli í starfinu?
Agaleysi ungs fólks er mjög ábótavant, það er staðreynd. Fólk sem er gagngert úti til að espa lögregluna er líka staðreynd. Lögreglumenn sem stunda valdnýðslu er staðreynd. Einelti lögreglunnar gegn einstaklingum er staðreynd.
Þetta er eins og annað, það er hægara um að tala en í að komast. Umræðan er samt af hinu góða og nauðsynleg. Lögreglan er langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin frekar en aðrir. Stærsta áhyggjuefnið er samt fækkun lögreglumanna og þ.a.l. gríðarlegt vinnuálag á þeim sem starfið stunda. Það er skelfileg þróun á dögum sífjölgandi skipulagðra þjófagengja.
![]() |
Ég skal drepa konuna þína! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 23:42
Davíð og Geir
![]() |
Stýrivextir áfram 15,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 23:59
Það er tilhlakk
hjá þjóðinni að þurfa að borga bruðlið og vitleysuna og milljarðana sem er búið að stela út úr fyrirtækjunum eins og Baugi og FL og stinga í áður fulla vasa Jóns Ásgeirs og félaga hans. En það er víst alveg sama hvernig við setjum dæmið upp, við borgum þetta allt á endanum, og börnin okkar. Við skulum brosa og borga eins og venjulega og svo allir séu sáttir kalla það þjóðarsátt.
Það sem hefur ekki síst brugðist í okkar samfélagi í dag er að ekki skuli vera hægt að koma lögum yfir stærstu þjófana. Þvert á móti virðast þeir vera studdir af stjórnvöldum og gott ef þeir eru ekki stjórnvöld.
![]() |
Ennþá langt í þjóðarsátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 22:31
Hver borgar þessa vitleysu
![]() |
Hátíðarstemmning við hraðalinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.9.2008 | 17:48
Forvarnargildi refsinga
Augljóst er og margsannað að harðar refsingar fyrir glæpi af flest öllu tagi hafa gríðarlegt forvarnargildi. En ég er með eina spurningu. Er einhver rannsókn til sem segir okkur hvort forvarnargildi refsinga hefur áhrif á jafn veika einstaklinga og þá sem misnota börn kynferðislega?
![]() |
Fjallað um Íslending á reynslulausn í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 22:20
Yfirlýsingagleði
Af hverju er engin búin að segja barninu að það þarf líka að standa við stóru orðin? Var ekki Britney litla frekar yfirlýsingaglöð á sínum yngri árum. Einhversstaðar hefur henni orðið hált á svellinu. Meydómshringurinn er góður en ég hefði hvatt hana til að hafa þetta fyrir sig. Ég tek fram að hún á alla mína aðdáun og alla mína hvatningu. Vonandi verður þetta til þess að hún eignast betri mann. Vonandi verður þetta ekki til þess að hún giftir sig eftir 3 daga.
![]() |
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 20:52
Gelding
Það á í fúlustu alvöru að vana þessi kvikindi. Dómurinn getur verið t.d. að herða undan þeim seka með snæri. Þá er bundið utanum punginn og hert að. Draslið, sem skepnan veit hvort sem er ekkert hvernig á að nota, visnar þá undan viðkomandi og dettur af að lokum. Forvarnargildi refsingarinnar er gríðarlegt. Einhver kann að halda fram að ég sé ekki hót betri en afbrotamaðurinn, þ.e. að refsingin sé lítið betri en afbrotið sjálft. Ég segi að morðingjar eru miklu betri menn en svona kvalarar, fórnarlömb þeirra kveljast ekki í mörg ár í sálarkreppu. Mér væri slétt sama þó kauði væri í gapastokk á borgartorginu á meðan það væri að úldna undan ræflinum.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 22:30
Að virkja neytendastofu og fjármálaeftirlitið
![]() |
Skoðar verðlag á eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar