Vegagerðin gefur rangar upplýsingar

Inni á vegagerdin.is eru upplýsingar um færð og veður og efst í hægra horni er hægt að smella á kort af þeim landshluta sem þú vil fá upplýsingar um. Undir umræddu Ingólfsfjalli er vindmælir sem komið hefur í ljós undanfarna daga að er ekkert að marka. Staðsetning mælisins er með þeim ólíkindum að engu er líkara en menn hafi sett hann upp í norðanroki, fundið sér skjólbesta staðinn undir fjallinu og skellt mælitækinu þar niður. Sem dæmi er þegar flutningabíll frá Eimskip fauk út af um daginn þá sýndi þessi mælir 8 m/s. Ég get ekki að því gert að mér finnst ábyrgðarhlutur að gefa út svona upplýsingar. Annað dæmi er að þegar þessi fok urðu sem fjallað er um í fréttinni sýndi þessi mælir 5-6 m/s.

En þeim til glöggvunar sem þetta lesa er góð regla að þegar vindmælarnir á Hellisheiði sýna 12 m/s í norðlægri átt þá má búast við sterkum hviðum undir fjallinu áðurnefnda.    


mbl.is Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þetta er ekki rétt ! Samkvæmt síðu vegagerðarinnar voru hviður um 20 m/sek. um tvö leytið td. og allt að 30 m/sek. í morgun. http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/sudurland/linurit/st063.html Allir, sem eru eldri en tvævetur vita að það er mjög misvindasamt undir fjollum, og því verða menn að taka varann á.

Menn einfaldlega taka séns, og stundum tapa menn.

Vegagerðin stendur sig eins vel og hægt er að ætlast til af henni.

Svo verða menn líka aðeins að hugsa sjálfir, og ekki kenna öðrum um eigin glannaskap.

Börkur Hrólfsson, 9.5.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Hvað er ekki rétt? Allt sem ég sagði er rétt. Kortið sem ég benti á er svona. Hvort að það er hægt að kafa inn á heimasíðuna og fá aðrar upplýsingar er allt annað mál. Ég notaði þetta kort mjög mikið þegar ég vann sem flutningabílstjóri en þá var þessi vindmælir ekki kominn. Og þó að þú gerir þér grein fyrir aðstæðum undir fjöllum þá gera það bara ekki allir. Þess vegna er mikilvægt að svona upplýsingagjöf sé rétt.  

Magnús Vignir Árnason, 9.5.2009 kl. 16:31

3 identicon

Ég keyrði austur fyrir fjall í gær um kl 18 og voru viðvaranir í útvarpi bæðiá RUV og Bylgjunni í hverjum fréttatíma. Einnig allt gærkvöld og í dag. Eigendur þessara hjólhýsa geta kennt sér um sjálf.
Þetta er svo auðvita ekki í fyrsta skiptið sem varað er við miklum vindi undir Ingólfsfjalli og alltaf virðast e-h vita betur og fara með hestakerrur og hjólhýsi undir fjallið og missa þau útaf. 

 Hlusta á fréttir áður en haldið er í svona tilfæringar á hjólhýsum og td hestakerrum. 

Krummi (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Það er alveg sama hvað þið segið, upplýsingarnar sem mælirinn gefur eru  rangar, en í besta falli ónógar. Ég var ekki að tala um þá sem hlusta eða hlusta ekki á útvarpið og ekki um þá sem eru fæddir í gær eða fyrradag. Ég er bara að tala um upplýsingar á einum stað hjá vegagerðinni sem eru ekki í lagi. Og það að vegagerðin gefi rangar upplýsingar um vindstyrk þegar þeir eru að því hvort sem er, er ekki í lagi.    

Magnús Vignir Árnason, 9.5.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Hvumpinn

Ég ók austur í Rangárþing seinnipartinn í gær og til baka í morgun.  Algjörlega glórulaust að vera á ferðinni með skuldahala eða hús á vörubílspöllum eins og ég sá.  Það þurfti engar aðvaranir frá einum eða neinum, menn fundu vel hvernig veðrið var, í brekkunni við Skíðaskalann, niður af Hellisheiðinni, undir Ingólfsfjalli og strax austan við Selfoss.  Svipuð saga í morgun, skárra á Heiðinni.  Þessu liði er ekki við bjargandi.  Spurning hvort tryggingafélögum ber að bæta tjón þegar fólk anar eins og fífl útí vitleysu.  Það er til dálítið sem heitir almenn skynsemi og varkárni.  En hún er bara ekki mjög almenn.

Hvumpinn, 10.5.2009 kl. 00:00

6 identicon

Magnús, þú áttar þig á því að það er ekki vindur sem feykir bílum og fellihýsum útaf veginum, það eru vindkviður sem gera það og það gefur enginn mælir á vegargerðarkortinu upp kviður nema þú klikkir á tölurnar frá viðkomandi mæli og farir í þær upplýsingar sem þú færð þar.

Andri (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:04

7 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ég þekki aðstæður þarna mjög vel sem fyrrverandi flutningabílstjóri. Mælirinn er staðsettur á skjólkafla, litlu austar er sá staður þar sem t.d. Eimskipsbíllinn fauk útaf. Þegar þú lest á vindmælir og hann sýnir 5-6 m/s þá reiknar þú ekki með 25-30 m hviðum nema þú sér mjög staðkunnugur.

Stóra vitleisan í þessu er staðsetningin á veginum. Gömlu mennirnir segja mér að þetta hafi ekki verið neitt vandamál á gamla veginum sem lá uppi við fjallið. Sama var mér sagt að væri upp á teningnum undir Hafnarfjalli. Vandamál af þessu tagi voru ekki fyrir hendi á gamla veginum sem lá niðri við fjöru þ.e. lengra frá.

Magnús Vignir Árnason, 10.5.2009 kl. 10:21

8 identicon

Magnús, þú er núna farinn að snúa útúr, þú sagðir að Vegagerðin gæfi rangar upplýsingar en þeir gera það ekki, stöðugur vindur er bara mun lægri heldur en kviður á þessu svæði, tel mig vita það þar sem ég hef nú keyrt all nokkrar ferðir á þessum slóðum á bæði fólks- og vörubílum, það er munur á aðstæðum þarna og t.d. á Reykjanesi þar sem að vindurinn er stöðugur og ekki mikið um hviður.

Hinsvegar finnst mér vanta skilti sem segir til um bæði vind og vindhviður undir fjallinu svipað og er bæði við Borgarfjarðarbrú og í Mosfellsbæ en þau segja til um vind og vindhviður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli sem eru einmitt frægir hviðustaðir.

Andri Vífilsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband