Ósannfærandi stjórnarandstaða.

Töluvert er gert af því þessa dagana að gera skoðanakannanir um fylgi flokkanna. Niðurstöðurnar undanfarið haf komið nokkuð á óvart, sérstaklega hvað rústlituð frjálshyggjan er að koma vel út, og er að mælast með um 25%. Það er lygilegt fylgi miðað við það sem á undan er gengið, svo ekki sé nú fastar að kveðið. Flokkur sem lofar að styðja núverandi ríkisstjórn til góðra verka en missir sig svo í þann barnaskap að saka stjórnarflokkana um að stela frumvarpinu á alla jafna ekki að mælast með neitt fylgi vegna þess að svona framkoma á alþingi Íslendinga er lítilsvirðing við þjóðina.  Ég tek það fram að þetta meiga allir alþingismenn taka til sín  Ef þið sjálfstæðismenn hefðuð nú samþykkt frumvarpið um greiðsluaðlögun, vegna þess að það var eitt af þeim atriðum sem þið voruð að vinna að, þá hefði ég hugsað, “ætla sjálfstæðismenn nú að fara að hugsa um okkar hag allt í einu”. Hugsið ykkur athyglina sem þetta athæfi hefði fengið. Á forsíðu blaðanna hefði staðið “SJÁLFSTÆÐISMENN Í STJÓRNARANDSTÖÐU STYÐJA RÍKISSTJÓRNINA TIL GÓÐRA VERKA”. Í staðinn missið þið ykkur í þrætuleik sem 5 ára börn í leikskóla missa sig stundum í. “Þú tókst kappakstursbílinn minn”, “ ég var með þessa dúkku”. Fyrir vikið hljómið þið eins og ósannfærandi, bitur grátkór með alvarleg fráhvarfseinkenni og ættuð í fúlustu alvöru að fá áfallahjálp af sverustu gerð.   En aftur að þessu undarlega mikla fylgi sem íhaldið enn hefur. Ég hef áður minnst á í skrifum mínu hvernig sumt fólk heldur með sjálfstæðisflokknum eins og fótboltaliði. Svo er annað sem ég var að velta fyrir mér um daginn að allt að 36 ára gamalt fólk,  sem fór kannski að velta fyrir sér stjórnmálum 18 ára, eða um það leiti sem kosningarétturinn datt inn um lúguna, þekkir ekkert annað en að sjálfstæðisflokkurinn sé við völd. Og þá spyr maður sig hvort að það sé ekki eðli mannsins að vera hræddur við hið óþekkta. Þ.e.a.s. þessi aldurshópur er að upplifa vinstri stjórn í fyrsta skipti. Og sjálfsagt liggja hægrisinnaðir feður og mæður ekki á lið sínu að hræða börnin með þessum vinstri mönnum, svipað og tröll, Grýla og annar ófénaður var notaður hér áður fyrr til að fá börnin til að haga sér og virða mannasiði. Þetta unga fólk hefur þá afsökum að hræðast hið óþekkta, þeir sem eldri eru og enn styðja íhaldið eru sjálfsagt í töluvert meiri vandræðum með ástæður. Eða eigum við frekar að segja afsakanir.  Ég verð að kom aðeins inn á það hversu ótrúleg upplifun það er að hitta þetta fólk sem heldur með sjálfstæðisflokknum. Það sem að er í dag er öllu og öllum öðrum að kenna en íhaldinu. En hver var það sem setti engar reglur fyrir fjármálakerfið að fara eftir? Voru það ekki frjálshyggjusinnaðir einfeldingar sem trúðu því að allir yrðu sanngjarnir? Eða það sem verra er, héldu að kerfið myndi sjá um sig sjálft, að samkeppnin og markaðslögmálið, sem er náskylt frumskógarlögmálinu, sæji um að halda öllu í jafnvægi. Og trúa því jafnvel enn. Ástandið sem nú er er þá bara liður í nauðsinlegri hreinsun svo nýjir og enn meiri snillingar komist að við gullslegið borð græðginnar. Alveg er það magnað að áðurnefnt lögmál, sem skinlausar skepnur lifa eftir í frumskógum og á sléttum Afríku, skuli vera það sama og viss hópur manna aðhyllist í þeim tilgangi að sölsa undir sig sem mest og eignast oft margfalt meira en nokkur maður getur höndlað. Þetta fólk skilur ekki að það lendir á okkur hinum, sem ekki höfum áhuga á að eignast meira en við getum höndlað og þurfum á að halda, að taka til eftir veisluna ykkar. Okkar stærsta áhugamál er jafnframt gott framtak og mikil áskorun.  Að vanda okkur við uppeldi barnanna okkar svo að þau verði ekki eins og þið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 16232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband