Volgur er stóllinn og mun ég hvergi fara

Davíð er örugglega ekki slæmur maður. Davíð ætlaði vísast ekki að málin þróuðust svona. Kannski var þetta óviljaverk að láta rýja þjóðina innað skyrtunni í reglulausu frjálshyggjusukki. En að lemja svo á þjóðinni með endalasum og árangurslausum hækkunum á stýrivöxtum. Það var allt sem hann hafði upp á að bjóða. Vaxta og verðbólguhækkanir. Og þó allt benti til að vaxtahækkanir hefðu hækkandi áhrif á verðbólgu þá var haldið áfram. Hækkaðir stýrivextir voru lausn á öllum vandamálum, þenslu, samdrætti og verðbólgu. Ég get bara ekki séð að árangurinn sé ennþá kominn, ekki einu sinni hérna megin við sjóndeildarhringinn. Mér er slétt sama hvað hans meðseki félagi, prófessorinn Hannes Hólmsteinn, hamrar á sakleysi Davíðs, því sekir eru þeir um að koma hér á reglulausu frjálsræði að fyrirmynd Miltons en þeir leifðu sér að horfa framhjá aðvörunum höfundarins um að sterkur gjaldmiðill væri grundvöllur kerfisins og afleiðingarnar eru gjaldþrota þjóð. Það að stuðla að gjaldþroti þjóðar sinnar og þurfa að víkja þegar allt er á hvínandi kúpunni er varla auðvelt, en það verður Davíðs hlutskipti engu að síður.

Stígðu upp karl minn og takk fyrir allt gott sem þú hefur gert, en það sem þér mistókst verður örugglega fyrirgefið í þeirri trú að um gáleysi hafi verið að ræða.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband