4.10.2008 | 00:21
Hættum að borga, núna.
Undanfarin ár hafa ákvarðanir af stjórn landsins verið meira og minna teknar til handa fámennum f(j)ársjúkum mönnum en ekki með hagsmuni okkar almennings í huga. Ég hef oft og lengi velt því fyrir mér, hvort það sem að er á Íslandi, sé að stjórnvöld í landinu séu algerlega óttalaus gagnvart almenningi. Að stjórnin sem hefur verið við völd undanfarin ár beri ekki snefil af virðingu fyrir kjósendum sínum. Allt bendir til þess að svo sé því allar vaxta og fjárhagsákvarðanir sem teknar hafa verið, verða til þess að bankarnir græða meira og stjórnendur þeirra maka krókinn. Allt sem gert hefur verið, hefur orðið til þess að farið er dýpra í vasa almennings. Haldið þið gott fólk að milljarðurinn sem Bjarni Ármannsson, Glitnisforkólfur til margra ára, flutti með til Noregs, hafi vaxið á trjánum eða innan um rótargrænmetið, úti í garði hjá honum? Nei það er ekki svo, við erum að borga hann í formi okurvaxta og verðtryggingar. Haldið þið að gengishagnaðurinn sem menn eru að stinga í vasana þessa dagana komi úr morgunkornspakkanum á sliguðu matborði bankanna og þeirra sem leika sér að því að taka skortstöðu í krónuræflinum okkar? Nei kæru landar, við erum að borga hann með himinháum afborgunum af erlendu lánunum okkar. Á þessum einkavinastuðningi stjórnvalda þarf að verða breyting, og það strax. Öll sú heilaþvottastarfsemi sem átt hefur sér stað undanfarin ár, að markaðurinn verði að fá að ráða genginu, Davíð verði að ráða vöxtunum, og verðbólga og verðtrygging sé einhvert óviðráðanlegt skrímsli sem engin hefur stjórn á, verður að hætta, núna. Við verðum að hætta að hlusta á þessa þvælu, vegna þess að annars förum við öll á hausinn og herrarnir trítla með sjóðina, sem þeir eru búnir og eiga eftir að stela af okkur, til Noregs á eftir Bjarna. Við verðum að segja ,,hingað en ekki lengra”. Ég er sannfærður um að eina sem þessar skepnur skilja er að við hættum að borga af lánunum okkar. Öll með tölu. Hvert eitt og einasta okkar. Núna. Við verðum að draga stjórnvöld að samningaborðinu þar sem hlustað verður á okkar kröfur vegna þess að þegar innkoman á Íslandi stoppar þá hlýtur þeim að bregða. Krafan er, niður með vextina, núna, og ekkert væl meira um að það sé ekki hægt, þessir háu vextir hafa hvort sem er engin áhrif á verðbólguna. Verðbólgan á Íslandi er eingöngu gengisfallinu að kenna. Og gengisfallið stórkaupum bankanna á erlendri mynt að kenna. Krafan er, burt með verðtrygginguna sem ekkert er nema faldir aukavextir handa bönkunum sem fjármagna sig erlendis og borga þar sjálfir enga verðtryggingu. Krafan er, binding krónunnar við annan sterkari gjaldmiðil, svo við hættum að blæða fyrir gengishagnað samviskulausra gróðafíkla. Hvergi annars staðar í heiminum, við jafn góðar aðstæður og við búum við, fara stjórnvöld eins illa með kjósendur sína, fólkið sitt, í einhverju barnalegu gróða og valdatafli, og komast upp með. HÆTTUM AÐ BORGA, NÚNA.
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein.
Var ég ekki að lesa hana í Mogganum í gær?
Halla Rut , 4.10.2008 kl. 09:30
Mikið vildi ég við íslendigar yrðum einu sinni samtaka og hættum að borga af lánunum okkar. Ég er til!!
Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2008 kl. 13:47
Takk Halla Rut. Jú það passar
Við verðum að vera samtaka núna Rut, annars losnum við aldrei við vaxtaokrið
Magnús Vignir Árnason, 5.10.2008 kl. 00:32
Já, sæll...ég er hætt líka...strax núna
:-)
ég þori ekki annað...
a
Anna S. Árnadóttir, 6.10.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.