10.9.2008 | 22:31
Hver borgar þessa vitleysu
Þetta gefur okkur sjálfsagt einhverja þekkingu en hún er því miður yfirleitt notuð í hernaðarlegum tilgangi. Og hinn gallinn við þetta er að þegar milljónir manna svelta þá er svona tilraunastarfsemi lítils virði. Þetta er satt, spáiði í þetta......
Hátíðarstemmning við hraðalinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mætti nú fæða ansi marga á þeim peningum sem eytt er í þessa vitleysu sem kallast fótbolti. En hann er kannski svona rosalega mikilvægur fyrir mannkynið, ekki veit ég...
Einar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:46
Einhvernveginn hef ég nú á tilfinningunni að boltinn standi undir sér en ágóðann sé ég ekki í þessu. Er ekki hægt að réttlæta verknaðinn öðruvísi en með því að finna eitthvað sem er verra.
Magnús Vignir Árnason, 10.9.2008 kl. 23:05
"The LHC was built by the European Organization for Nuclear Research (CERN), and lies underneath the Franco-Swiss border near Geneva, Switzerland. It is funded by and built in collaboration with over eight thousand physicists from over eighty-five countries as well as hundreds of universities and laboratories."
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 23:34
Þá vitum við það. En tilgangurinn? Og forgangsröðunin? Eigum við ekki að færa fólkinu mat og fara svo og leika okkur fyrir afganginn.
Magnús Vignir Árnason, 10.9.2008 kl. 23:42
Ég fatta ekki hverju það breytir fyrir þína röksemdafærslu ef að fótbolti stendur undir sér að þá sé í lagi að eyða peningum í hann en ef að eitthvað gefur okkur einungis aukna þekkingu þá sé ekki í lagi að eyða í það peningum?
Þín röksemdarfærsla er þá á þessa leið að ef ekki er beinn mælanlegur arður í peningum í nánustu framtíð þá beri að sleppa fjárfestingunni með öllu og hjálpa sveltandi börnum.
Hvar stendur þú þá gagnvart fjárlögum til menningarmála, bókasafna, æskulýðsstarfs ... osfrv.
Æskulýðsstarf passar einmitt vel í orð þín, hvernig væri að eyða fyrst í sveltandi fólkið og leika okkur svo fyrir afganginn.
Án þess að ég viti meira um þessa tilraun en bara það sem ég hef lesið af fréttum hér á mbl þá snýst þessi rannsókn um ekkert minna en að rannsaka m.a. uppruna heimsins. Ég veit ekki hvernig við setjum verðmiða á það.
Svo myndi ég einmitt halda að framþróun á sviði vísinda sé frekar til þess að hjálpa okkur að takast á við vanda heimsins frekar en að stuðla að honum.
Hitt er svo annað mál að það er bara ekkert nema hræsni að velja einhvern einn þátt út í okkar þjóðfélagi/heimi og segja að þetta borgi sig ekki sökum sveltandi fólks. Hvar ætlarru að draga mörkin? Hvað má þá eyða í og hvað ekki? Ríkisstjórnir eru flestar, ef ekki allar, með ákveðnar upphæðir sem fara í þróunaraðstoð og matvælaaðstoð.
Svo að lokum þá sveltur fólk í dag yfirleitt ekki útaf því það sé ekki til matur, heldur útaf pólítískum ástæðum að matnum sé haldið frá þeim. En það er önnur saga.
Mbk,
Yngvi
Yngvi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:09
Jæja, fólk er varla að gera sér grein fyrir því að þessi tilraun hefur áhrif á nánast allt sem viðkemur eðlis og efnafræði, eins og er þá eru grunnhugmyndir í eðlisfræði byggðar á hlutum sem að við gefum okkur að eru til en höfum ekki hugmynd hvar, hvernig eða afhverju þeir eru. Þessar tilraunir gætu kollvarpað nútíma eðlisfræði.
Lítil er þörfin fyrir skólum sem kenna eitthvað sem ekki er rétt.
Lalli-Oni (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:24
Yngvi.
Þú eyðir ekki peningum í eitthvað sem stendur undir sér, er það? Í þeim tilfellum ertu að kaupa þjónustu eða afþreyingu. Þú eyðir peningum í tilraunir sem enginn veit hvort gefa eitthvað, hvort sem það er nýtt sprengiefni eða þekking á því hvernig alheimurinn varð til eða bara ekki neitt. Það er lítið gagn að þekkingu ef allir sem geta notfært sér hana eru dauðir úr hungri. En eins og ég sagði þá er þetta spurning um hvort á að koma fyrst. Það getur vel verið sniðugt að gera þessa tilraun eins og margt annað, ég bara er þeirrar skoðunar að forgangsröðunin sé ekki rétt.
Að setja æskulýðsstarf og þess háttar starfsemi til samanburðar við á svona tilraunastarfsemi er hrein og klár heimska. Ef æskulýðsstarf er leikur í þínum augum þá get ég ekki hjálpað þér.
Ef framþróun í vísindum væri að hjálpa okkur við að fæða mannskapinn þá værum við löngu búin að því.
En ef þér líður betur þá máttu kalla mig hræsnara. Ég valdi ekki neitt eitt úr sem átti að leysa málið, ég tók þetta sem dæmi.
Magnús Vignir Árnason, 11.9.2008 kl. 18:32
Sjáðu nú til Magnús ég var einfaldlega að reyna átta mig á röksemdafærslunni þinni og setti hana upp eins og ég skildi hana og þar af leiðandi voru dæmin sem ég nefndi, æskulýðsstörf og slíkt, mjög relevant því þau falla í sama flokk útfrá þeirri röksemdafærslu sem ég setti saman með því að lesa skrif þín.
Þ.a.l. er ekkert hrein og klára heimska að blanda þessu saman þar sem forsendurnar sýna klárlega að þetta fellur undir sama flokk.
Ef ég hef misskilið röksemdafærsluna þína þá bíð ég, spenntur, eftir leiðréttingu af þinni hálfu.
Svo talar þú um að "ef framþróun í vísindum væri að hjálpa okkur við að fæðra mannskapinn þá værum við löngu búin að því."
Hér get ég ekki séð annað en að um sé að ræða svaðalegan misskilning á því hvað séu vísindi. Vísindi eru ekki bara eitthvað sem gerist á tilraunastofu. Vísindi snúast um að skilja hvernig heimurinn og hlutirnir í honum virka og sú tækni sem sprettur uppúr vísindalegu starfi hefur skilað heiminum öllum meiri framleiðni í hvaða framleiðslugrein sem er og þar á meðal matvælabransanum. Ef að litið er á umrædda rannsókn í tómarúmi þá nei, hún gerir ekkert fyrir sveltandi börn. En við erum ekki að vinna í tómarúmi. Niðurstöður rannsóknarinnar munu hafa áhrif útfrá sér á aðrar kenningar og kenningarsmiði þar sem að lokum, verandi bjartsýnismaður í hjarta, mun þessi rannsókn hafa verið enn eitt skrefið í átt að heimsfriði og sameiningu mannkyns. En ég skal þó sætta mig við frekari þekkingu á alheiminum.
En mér líður ekkert betur að kalla þig hræsnara, það geri ég ekki mér til ánægju.
Mbk,
Yngvi
Yngvi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:26
Af hverju ertu þú að spandera í jakkaföt og dýran mat þegar börn eru að svelta í afríku? Hefur þú bara tíma til að blogga þegar það eru börn að svelta í afríku!?
Kári Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:46
Ehe, þessi færsla er djók er það ekki? Þú gerir þér grein fyrir að allt á jörðinni er háð þyngdarkröftum, og að meiri og betri skilningur á þyngdarafli gæti því umturnað öllu hér á jörðinni?
Og þá erum við ekki bara að tala um allt þetta augljósa eins og aukið öryggi í samgöngum og orkusparnað, heldur munu þessar rannsóknir beinlínis gagnast í baráttunni við hungursneyðir þar sem stór hluti kostnaðar fer í flutninga. Plús allt hitt sem mætti telja í milljónum atriða.
Að kalla þessar stærstu, mestu, og markverðustu vísindatilraunir mannkynssögunar 'vitleysu' er hreint út sagt hlægilegt.
Höddi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:32
Tilheyri þeim góða félagskap sem samanstendur af Yngva og Kára. Ég var líka orðlaus þegar ég las þessa færslu fyrst. Það eru í raun ekki takmörk fyrir því hvað hún gæti varpað í ljós sem gæti gagnast samfélaginu í heild. Im guessing að þú hafir í raun ekki haft hugmynd um hvað tilgangurinn hafi verið áður en þú skrifaðir þessa færslu. Ímyndað þér einhvern tilgang og markmið ímyndað þér hvað þetta kostað og út frá þinni arðsemisgreiningu gekk dæmið einfaldlega ekki upp. Frábært.
Svo ef þú ferð útí kostnað samfélagsins við þessa framkvæmd. Þá er augljóst frá mér séð að fórnarkostnaðurinn er ekki þær miljónir sem er eytt í þetta verkefni. Heldur sá matur sem þeir einstaklingar sem vinna að verkefninu gætu framleitt fyrir sveltandi afríkuríki. Kostnaður verkefna er ekki endilega þær krónu tölur sem þær kosta. Dæmi sé að þú ert Poolari. Fórnarkostnaður samfélagsins við að Steven Gerrard spilar fótbolta 1-2x í viku er ekki launin sem hann fær í laun heldur það sem hann gæti skapað samfélaginu annarstaðar. Af hverju? Af því að launin hans fara svo aftur útí samfélagið. Hann borgar skatta, hann byggir sér hús, hann kaupir sér bíla, hann fer í klippingu, hann kaupir sér mat og svo framvegis. Fórnarkostnaður samfélagsins getur til dæmis verið sá hvað gæti Steven Gerrard búið til mikið hveiti handa sveltandi Afríkuef hann færi að vinna útá akrinum. Hvað gæti hann smíðað mörg hús ef hann væri í því. Þér er svo sem velkomið að vera á móti þessum kenningum "mínum" en ef við gefum okkur að þær séu réttar þá hlýturu að sjá að það er ekki slæm fjárfesting að fara útí þessa rannsókn.
Svo við tölum nú ekki um rót vandans í Afríku sem eru oft ekki landræðileg, peningaleg heldur pólítísk. Þar kjósa stjórnendur landana að stýra löndunum á þann veg að gæðum landana eru vannýtt og þeir kaupa frekar byssur en mat. Lausnin í þeim tilfellum er klárlega ekki að gefa þeim meiri peninga svo þau geti fengið sér fleiri byssur. Ef þú ert ósammála þá máttu færa rök fyrir því í orðum af hverju Nígería er eins fátæk og raun ber vitni.
Ari Hróbjartsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:19
Mikið þætti mér vænt um að þið hættuð þessu fótboltabulli sem að vísu lýsir vel þeim rökþrotum sem þið eruð í hvað varðar það málefni sem ég bar upp. Þetta er jú mín bloggsíða og þætti mér vænt um að þið hélduð ykkur við það málefni sem hér er til umræðu, þ.e. hvort rétt sé að fara út í svo dýrar rannsóknir sem umrædda er vissulega, þegar fólk sveltur. Og mér er sama hvort fólk sveltur af pólitískum ástæðum eða einhverjum öðrum, hvorki þið sýnist mér, ég eða einhvejir aðrir geta fært rök fyrir þessari skrítnu forgangsröðun sem ríkir. Þegar fólk deyr úr hungri í umvörpum þá þarf að gera eitthvað í málinu, hvort sem það er að koma stjórnvöldum í viðkomandi landi frá eða bara að gefa fólkinu að borða vegna tilfallandi uppskerubrests. Og alveg er ég viss um að þið tækjuð undir með mér ef þið vissuð hvað það er að vera svangur eð illa haldin af næringarskorti. Og að halda því fram að þessi tilraun eigi eftir að færa sveltandi lýðnum mat er svo langsótt að það getur aldrei skoðast sem réttlæting á þessari vísindatilraun.
Nær væri að þið nefnduð sem rök hvað vísindin hafa fært okkur sem er til bóta fyrir okkur. Eigum við að byrja á korni sem er breytt í bifreiðaeldsneyti. Eða eigum við að nefna kjarnorkusprengjur sem eytt geta öllu lífi á jörðinni á nokkrum mínútum.
Ekki veit ég hvar við værum án vísinda.
Magnús Vignir Árnason, 13.9.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.