Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hvað er að gerast fyrir ofan Ártúnsbrekku?

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Reykvíkingar gera sér grein fyrir hvað landsbyggðin, sem sumir hreinlega líta á sem bagga á samfélaginu, er að skila í þjóðarbúið í formi gjaldeyris og skatta. Ef ég tek nokkur nærtæk dæmi þá er skapar sjávarútvegurinn meiri gjaldeyri en nokkur önnur atvinnugrein. Það sem af er þessu ári eru þetta tölurnar samkv. Hagstofu Íslands og annað sætið vermir álið en þetta er væntanlega brúttótala og þá er eftir að kaupa álið til landsins. Upphæðir í milljörðum króna.

Sjávarafurðir

42.645,5
Afurðir orkufreks iðnaðar37.757,5
Það er ekki stór hluti af sjávarafurðavinnslu og veiðum sem fram fer í RVK eða um 26%.

 2008
Alls
Brúttótonn 
Höfuðborgarsvæði32.980
 

2008
Alls
Brúttótonn 
Suðurnes14.869
Vesturland19.755
Vestfirðir10.879
Norðurland vestra  7.721
Norðurland eystra28.040
Austurland22.299
Suðurland23.083
Alls126.646

Heimild: Hagstofa Íslands 

Skyldi engan undra þó að landsbyggðin sendi hörð mótmæli frá hverju byggðalaginu á fætur öðru. Innköllun aflaheimilda er svo mikil aðför að landsbyggðinni að annað eins hefur ekki gerst. Ef leigja á síðan kvótann aftur þá er bara verið að bæta einum landsbyggðarskattinum enn ofan á allt sem fyrir er. Þ.e.a.s ef kóngarnir í borg óttans sitja ekki einir að því að fá úthlutað. Ég get nefnt þungaskatt af flutningabílum sem dæmi og nú eru íbúar á landsbyggðinni að fara að eyða næstu áratugum í að greiða niður fjármálasukkið sem háhýsakarlarnir í támjóu skónum hafa stundað undanfarin ár. Ég set þetta svona upp vegna þess að þetta fólk sem stundar alvöru gjaldeyrisöflun með veiðum og fullvinnslu sjávarafurða gekk í gegn um undanfarin ár án nokkurs sem hét góðæri. Nú situr þetta fólk uppi með skattahækkanir og verðbólgu, minnkandi kaupmátt auk vöruskorts og minnkandi atvinnu.

Gera Reykvíkingar sér grein fyrir því hversu mörg afleiðu og úrvinnslustörf sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn skaffar í Rvk. Kjötvinnslur eru þar í tugum, stór hluti úrvinnslu mjólkurafurða fer fram í Rvk, frystigeymslur fyrir útflutningsafurðir fiskiðnaðarins, útskipun allra afurða, innflutningur og dreifing aðfanga fyrir landbúnaðinn og fiskiðnaðinn.

Ég veit ekki af hverju ég fór að velta þessu fyrir mér nema ef vær í framhaldi af því þegar Steingrímur var að lesa fréttamönnum á RÚV pistilinn um daginn og spurði þau hvort þau vissu eitthvað hvað gerðist fyrir ofan Ártúnsbrekku.


mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píramítinn sem er að hrynja

Ef við hugsum okkur hagkerfið eins og píramíta þá væri verkafólkið í neðstu röðinni, svo kæmu atvinnurekendur, og koll af kolli upp á topp. Allir hafa það hlutverk að moka peningum upp á næstu hæð fyrir ofan og til að dæmið gangi upp verða þeir sem fyrir ofan eru að skila peningunum niður aftur, annars hljóta hæðirnar fyrir neðan að smá tæmast og hætta þess vegna að geta borið uppi efri hæðirnar sem alltaf eru að þyngjast. Sama gerist ef efri hæðirnar fara fram á meira en þeir í rauninni þurfa, þá gengur á birgðir neðri hæðanna og efri hæðirnar þyngjast óeðlilega. Dæmið gengur ekki upp þegar toppurinn á píramítanum fyllist, ekki frekar en keðjubréf gengur ekki endalaust, það einfaldlega getur það ekki. Sama er að gerast í heiminum og sérstaklega á litla Íslandi. Það er búið að moka svo miklu upp á topp, sem síðan er farið með burtu úr landinu og dreift í aðra píramíta sem engu skila til baka í okkar, að okkar hlýtur að tæmast smá saman. Og sérstaklega er ástandið orðið varhugavert þegar neðri kubbarnir í mannvirkinu eru farnir að fara upp á næstu hæð fyrir ofan og jafnvel skilja eftir skörð fyrir neðan sig. Þá getur byggingin ekki staðið lengi. Eins ef efstu kubbarnir eru sagðir vera fullir en eru í raun bara með slatta í og geta þess vegna engu skilað niður til baka.

Það er skemmtileg samlíkingin sem góður frændi minn og vinur, Grímur Jónsson, notar oft um hlutabréfin og eignirnar sem ganga kaupum og sölum. Hann kallar þennan magnaða leik,, heimskur, heimskari. Hann gengur út á að kaupa sér hlutabréf eð eign á einhverja umsamda upphæð og svo gengur leikurinn út á að finna einhvern heimskari til að kaupa það aftur á hærra verði en þú keyptir það á. Allir græða nema sá heimskasti. Og þá verðum við að vona að hann sé ekki mjög neðarlega í píramítanum svo hann taki ekki marga með sér í fallinu.                 


Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband