Hvað er að gerast fyrir ofan Ártúnsbrekku?

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Reykvíkingar gera sér grein fyrir hvað landsbyggðin, sem sumir hreinlega líta á sem bagga á samfélaginu, er að skila í þjóðarbúið í formi gjaldeyris og skatta. Ef ég tek nokkur nærtæk dæmi þá er skapar sjávarútvegurinn meiri gjaldeyri en nokkur önnur atvinnugrein. Það sem af er þessu ári eru þetta tölurnar samkv. Hagstofu Íslands og annað sætið vermir álið en þetta er væntanlega brúttótala og þá er eftir að kaupa álið til landsins. Upphæðir í milljörðum króna.

Sjávarafurðir

42.645,5
Afurðir orkufreks iðnaðar37.757,5
Það er ekki stór hluti af sjávarafurðavinnslu og veiðum sem fram fer í RVK eða um 26%.

 2008
Alls
Brúttótonn 
Höfuðborgarsvæði32.980
 

2008
Alls
Brúttótonn 
Suðurnes14.869
Vesturland19.755
Vestfirðir10.879
Norðurland vestra  7.721
Norðurland eystra28.040
Austurland22.299
Suðurland23.083
Alls126.646

Heimild: Hagstofa Íslands 

Skyldi engan undra þó að landsbyggðin sendi hörð mótmæli frá hverju byggðalaginu á fætur öðru. Innköllun aflaheimilda er svo mikil aðför að landsbyggðinni að annað eins hefur ekki gerst. Ef leigja á síðan kvótann aftur þá er bara verið að bæta einum landsbyggðarskattinum enn ofan á allt sem fyrir er. Þ.e.a.s ef kóngarnir í borg óttans sitja ekki einir að því að fá úthlutað. Ég get nefnt þungaskatt af flutningabílum sem dæmi og nú eru íbúar á landsbyggðinni að fara að eyða næstu áratugum í að greiða niður fjármálasukkið sem háhýsakarlarnir í támjóu skónum hafa stundað undanfarin ár. Ég set þetta svona upp vegna þess að þetta fólk sem stundar alvöru gjaldeyrisöflun með veiðum og fullvinnslu sjávarafurða gekk í gegn um undanfarin ár án nokkurs sem hét góðæri. Nú situr þetta fólk uppi með skattahækkanir og verðbólgu, minnkandi kaupmátt auk vöruskorts og minnkandi atvinnu.

Gera Reykvíkingar sér grein fyrir því hversu mörg afleiðu og úrvinnslustörf sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn skaffar í Rvk. Kjötvinnslur eru þar í tugum, stór hluti úrvinnslu mjólkurafurða fer fram í Rvk, frystigeymslur fyrir útflutningsafurðir fiskiðnaðarins, útskipun allra afurða, innflutningur og dreifing aðfanga fyrir landbúnaðinn og fiskiðnaðinn.

Ég veit ekki af hverju ég fór að velta þessu fyrir mér nema ef vær í framhaldi af því þegar Steingrímur var að lesa fréttamönnum á RÚV pistilinn um daginn og spurði þau hvort þau vissu eitthvað hvað gerðist fyrir ofan Ártúnsbrekku.


mbl.is SF leggst gegn hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mikið get ég verið þér sammála, vill benda á eitt að í gegnum hafnirnar í Fjarðabyggð fara um 25% af þjóðartekjum landsmanna (útflutningstekjur). Í því sveitarfélagi búa um og yfir 4500 manns. Er von að landsbyggðin vilji eins og málum er háttað helst skera skagann af þarna fyrir sunnan? Megið gjarnan ganga í ESB svo fremi sem við fáum að vera í friði með það sem við höfum í dag.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þeir sem eru hrifnastir af þessari þjóðnýtingu, fyrir utan Huga Chavez, eru einmitt þeir sem hafa annað hvort selt sig út úr atvinnugreinninni.  Leyst út talsverðan hagnað með sölu á kvóta sem þeir fengu gefins.  Svo má ekki gleyma þeim sem hafa farið á hausinn í rekstri í greininni og staðfest endanlega að þeir eiga ekki að vera í forsvari á þessu sviði.  Þetta er harkalegt að segja, en skoðið bara málflutninginn og sanniði til.   En sannleikurinn svíður ekki satt?

Þetta eru einmitt þau skilaboð sem við þurfum að senda alþjóðlegum fjárfestum, eða hvað?  Fjárfestið á Íslandi og ef pólitískir vinda blása á einhvern óheppilegan hátt fyrir ykkur, verður eign ykkar þjónýtt.  Þetta er nefnilega bara þjónýting.  Fólk ætti ekki að láta einhver rómantísk rök rugla sig í rýminu.  Halda einhverjir að þetta hafi t.d. góð áhrif á þessa eigendur jöklabréfa, sem stjórnvöld eru nú að biðja um að beina sjóðum sínum til innlendrar atvinnuuppbyggingar?  Þetta rekst hvað á annað hjá þeim!

Svo tala málpípur vinstri manna fjálglega um að "tryggja" eigi nýliðun og svo framvegis.  Setja eigi þessar þjóðnýttu aflaheimildir á markað.  Hverjir eiga mesta peninga til þess að kaup þær eða leigja á hæsta verði á uppboðsmarkaði?  Ætli það séu þeir sem mest fjármagnið hafi?  Ætli það tryggi einhverjá "nýliðun"?

Þetta dæmigerður hringlandaháttur vinstrimanna sem er settur fram fyrir kosningar til þess eins að veiða atkvæði, enda hafa þau mestan áhuga á því, frekar en að veiða fisk.  Fyrirgefið, en það eru ekki á allir eitt sáttir um þetta.  Í lokin er rétt að taka það fram að ég á ekki gramm í kvóta og hef aldrei átt.  Mínir hagsmunir eru eins og 99% Íslendinga óbeinir og mér er annt um að þessi auðlynd sé nýtt sem skynsamlegast fyrir okkur öll.  Það gerum við ekki með því að tryggja sóun.

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.5.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband