7.11.2009 | 15:36
Mannorð mannsins snýst um annað
En siðblindan felst í því að sjá ekki sekt sína eða viðurkenna hana ekki. Það að hann fór á staðinn sem hátt settur starfsmaður KSÍ og notaði kort sambandsins til að svala fýsnum sínum er brottrekstrarsök í þessari stöðu.
Telur mannorð sitt hafa verið hreinsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða dómharka er þetta eiginlega? Við vitum ekkert hvaða aðstæður voru þarna eða hvað var verzlað. Það er fjöldinn allur af næturklúbbum með léttum hófsömum "strippdönsum" á meginlandi Evrópu. Það að danssýningar séu viðhafðar þýðir ekki endilega að um vændishús sé að ræða. Hann hefur þess vegna keypt kók ofan í samferðarmenn eða samstarfsmenn hjá KSÍ. Skrítið að gefa sér að maðurinn hafi legið í búsi og vændiskonum.
Páll Geir Bjarnason, 7.11.2009 kl. 19:03
Menn meiga mín vegna kaupa sér vændi og hvers kyns kynferðislega þjónustu og örvun ef þeir kæra sig um.
Og umræddur fjármálastjóri mætti mín vegna versla sem mest við dansklúbba af þessu tagi, þó það stingi vissulega örlítið í stúf þegar hann er á ferðalögum á vegum KSÍ, með allar þær siðayfirlýsingar sem þaðan hafa komið um vændi og heilagri-en-þú lífsstíl.
DV sýnir myndir af staðnum (http://www.dv.is/frettir/2009/11/6/tharna-tapadi-fjarmalastjori-ksi-tapadi-milljonum/), og ekki hægt að halda eitt augnablik að þarna fari fram einhverjar listrænar og dannaðar sokkabandasýningar. Nokkuð ljóst hvers kyns þjónusta er í boði.
Hafi maðurinn keypt *margar kampavínsflöskur* eins og fréttirnar nefna, er spurn hvort hann var í samfloti með öðrum, og fyrst hann notaði KSÍ kreditkortið svo sú spurning vaknar hvort þarna hafi verið a) haldinn fundur í boði KSÍ, sem væri auðvitað brottrekstrarsök fyrir alla stjórnina eða hvort að b) maðurinn hafi tekið upp KSÍ-kortið til að borga fyrir eigin neyslu á vændisbúllu -sem gerir hann vanhæfan í starfi og er brottrekstrarsök fyrir fjármálastjórann.
Hvernig tekið er á málinu fær mann til að fá á tilfinninguna að það sé einhverskonar "old boys club" stemmning í gangi í KSÍ, sem nú er að bitna á orðstír alls félagsins og íþróttarinnar. (ekki það að fótbolti megi ekki vera sóðasport mín vegna -íþróttahreyfingin hefur bara verið að reyna að byggja upp aðra ímynd)
Ef maðurinn lítur á sig sem fórnarlamb, og reynir ekki einu sinni að afsaka sig eða útskýra notkun sína á KSÍ-kortinu á búllu af þessu tagi, þá er einhver skortur á veruleikatengingu í gangi.
Svo ég ítreki, þá þykir mér ekkert athugavert við strippidansbúllur og þaðan af nánari kynörvunarþjónustu, og umræðan á ekki að snúast um slíkan bissness. Hún á að snúast um hvort KSÍ sé í ljósi eigin ímyndarstarfs og yfirlýsinga (og fjáröflunar hjá hinu opinbera og almenningi í ljósi þessarar ímyndar) stætt á að líta svona gegnum fingur sér í þessu máli, og hvort fjármálastjórinn geti talist hæfur í starfi eftir að hafa straujað fyrirtækiskortið á svona stað.
Promotor Fidei, 7.11.2009 kl. 19:42
Einhvers staðar stendur skrifað að nánast sé ómögulegt að finna klúbb í Sviss sem ekki býður uppá súlur þegar komið er framyfir miðnætti.
Páll Geir Bjarnason, 7.11.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.