Þögn er sama og samþykki, EKKI skila auðu.

  Skömmu eftir bankahrunið í haust sem leið hóf mikill fjöldi fólks mikla baráttu fyrir auknu lýðræði á Íslandi. Lýðræði er hugtak sem hefur á undanförnum árum verið fótum troðið og lítið verið nema nafnið eitt. Barátta þessi sem fór að mestu leiti fram á Austurvelli í Reykjavík, kostaði allt sem hægt er að leggja í svona baráttu. Blóð, svita, tár, þrek, peninga, blek, kústsköft, spjöld, potta, pönnur, kastarholur, sleifar, ausur og ekki síst hefur álit okkar á mörgum stjórnmálamönnum hrunið til grunna, stjórnmálamönnum sem voguðu sér að kalla mótmælendur skríl, og settu þá með því, alla undir sama hatt og þá örfáu sem virtu ekki tilmæli lögreglu, sem reyndi að hafa reglu á framtakinu. Eða stjórnmálamenn sem héldu því fram að mótmælendur væru ekki hluti af þjóðinni. Þessi barátta skilaði okkur ríkisstjórn sem hefur unnið að því að minnka skaðann af hruninu þó langt sé frá að dugi til. Þessi barátta kom Sjálfstæðisflokknum frá völdum eftir allt of langa stjórnarsetu. Þessi barátta skilaði okkur kosningum. Þessi barátta skilaði okkur valmöguleika í komandi kosningum. Valmöguleika sem stefnir að því að gjörbreyta stjórnarskipan á Íslandi og koma gömlu, spilltu flokkaklíkunum frá. Engan skildi undra þó Sjálfstæðisflokkurinn beitti málþófi til að kæfa stjórnlagaþing í fæðingu. Það er dagljóst að lýðræðisaukning sú sem stefnt er að með stjórnlagaþingi og hjá nýju hreyfingunum sem eru í framboði fyrir næstu kosningar, mundu klára þá anga sem enn lifa af gamla kolkrabbanum sem kallaður var og flokksvaldaklíka sú, sem lengi hefur lifað í gömlum glæðum elstu stjórnmálaflokka á Íslandi, myndi kulna fyrir fullt og allt.    

Kviðdómur.  Hugsið ykkur kviðdóm sem valinn er af þjóðinni. Kviðdóm sem ræður hæfasta fólk til að stjórna hverju ráðuneyti. Kviðdóm sem kýs um öll smærri mál og ákvarðanir sem liggja fyrir hverju sinni. Hugsið ykkur almennar kosningar um allar stærri ákvarðanir, eins og hvort við viljum lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur, til þess eins að smjaðra fyrir bandaríkjaforseta. Eða hvort við erum tilbúin að ábyrgjast innistæður innlánsreikninga í Bretlandi, Þýskalandi eða Hollandi, hjá banka í einkaeign. Hugsið ykkur persónulegt kjör fulltrúa á alþingi. Allt sem heitir persónukjör hefur hingað til verið gert eins þunglamalegt og erfitt eins og mögulegt er, í þeim tilgangi einum að minnka lýðræði og auka flokksræði.    

Valmöguleikarnir eru fyrir hendi.  Gott fólk, þessar línur eru skrifaðar af einstaklingi sem hefur engra hagsmuna að gæta, er ekki í framboði en er umhugað um að lýðræðið eflist á eyjunni okkar arðrændu. Ónotað atkvæði er að mínu mati vanvirðing við þá fjölmörgu sem með fórnfýsi og baráttu börðu potta og pönnur, svitnuðu, grétu og blæddu þar til sigur var í höfn. Þú hefur kjósandi góður að mínu mati valmöguleika í komandi kosningum, Lýðræðishreyfinguna og Borgarahreyfinguna. Þú hefur ekki þann valmöguleika að skila auðu, sitja heima eða gera ógilt. Þannig styður þú hvort sem þér líkar það betur eða verr, stærstu flokkana vegna þess að atkvæði þitt virkar ekki til mótvægis við þá. Bara það að þingmönnum fækkar ekkert þó 30%  þjóðarinnar skili auðu sannar það. Kjósir þú hins vegar framboðin sem berjast fyrir lýðræði á Íslandi fjölgar þú þingmönnum þeirra og fækkar þingmönnum gömlu flokksklíkanna. Auður og ógildur miði jafngildir ,, þögn er sama og samþykki “. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband