Ráðgjafinn og hagfræðingurinn

Alveg var það með ólíkindum að hlusta á viðmælendur Sigmars í Kastljósinu í kvöld, þar sem ráðgjafinn svokallaði fann öllum breytingum og hugmyndum um eitthvað annað en núverandi ástand, allt til foráttu, og hagfræðingurinn (ég geri þeim það ekki að birta nöfn þeirra hér) jánkaði öllu saman eins og vel upp alinn krakki í afmælisveislu. Ja hérna hér, er skrítið þó illa sé komið fyrir vorri þjóð. Vésteinn Gauti, sem er hættur að borga af íbúðinni sinni af því að það borgar sig, átti til dæmis að fara að ráðum ráðgjafans og selja íbúðina á 25 milljónir sjálfur en ekki bíða eftir því að bankinn byði hana upp og fá vonadi þannig fyrir hana 25 milljónir. HALLÓ! Það hvíla núna 31,6 milljónir á íbúðinni. Hvernig er hægt að selja hana á 25 milljónir án uppboðs? Og annað sem ráðgjafinn kom inn á, að það væri nú ekki í hendi að það fengjust 25 milljónir fyrir íbúðina þó að á bankauppboði væri. Vésteinn Gauti vissi það allan tímann en þessi tala var sett upp í útreikningunum og var jafn góð og hver önnur. Það skiptir nefnilega ekki höfuðmáli í aðgerð Vésteins, upphæðin sem fengist fyrir íbúðina, heldur að lágmarka fjárhagslegt tjón. Sigmar, er ekki smuga hjá þér að vanda valið á viðmælendum betur? Var ráðgjafinn kannski ekki búinn að sjá viðtalið við Véstein?          

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 16370

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband