14.9.2008 | 20:50
Virðing kemur ekki með búningnum
heldur er hún áunnin. Í fyrsta lagi er mikilvægt að menn viti hvað virðing er, í öðru lagi er ekki öllum gefið að ávinna sér virðingar og í þriðja lagi er útilokað að virðing sé öðruvísi en gagnkvæm. Hún getur ekki virkað í aðra áttina, lögreglubúningur og valdhroki færir engum virðingu.
Hitt er svo annað mál að ef það eru til vandasöm störf yfirleitt, þá eru það störf sem snúa að mannlegum samskiptum. Það hlýtur að vera vandasamt að greina á milli í hita leiksins, hvort þú ert með fól í höndunum sem ekkert skilur nema valdbeitingu, eða mann sem hægt er að tala við og leysa málið með á friðsamlegan hátt. Þar hlýtur reynsla að spila stóra rullu. Þarf þá ekki að borga þannig laun í þessu að menn tolli í starfinu?
Agaleysi ungs fólks er mjög ábótavant, það er staðreynd. Fólk sem er gagngert úti til að espa lögregluna er líka staðreynd. Lögreglumenn sem stunda valdnýðslu er staðreynd. Einelti lögreglunnar gegn einstaklingum er staðreynd.
Þetta er eins og annað, það er hægara um að tala en í að komast. Umræðan er samt af hinu góða og nauðsynleg. Lögreglan er langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin frekar en aðrir. Stærsta áhyggjuefnið er samt fækkun lögreglumanna og þ.a.l. gríðarlegt vinnuálag á þeim sem starfið stunda. Það er skelfileg þróun á dögum sífjölgandi skipulagðra þjófagengja.
Ég skal drepa konuna þína! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.