25.8.2008 | 23:33
Ég hélt mig hafa séð það allt .....
Eftirfarandi birtist í Mogganum laugardaginn 23.08.08
Ég er nýbúinn að fá grein eftir mig birta á umræðusíðum Moggans og ætlaði ekkert að fara að senda inn meira efni strax. En þegar svona pistill kemur fyrir almenning eins og pistill Ragnars Halldórssonar föstudaginn 15. ágúst, þá spyr maður sig í 1. lagi. Er þetta svaravert? Í 2. lagi. Er svona gunnhyggni ástæðan fyrir fylgi íhaldsins á Íslandi? Í 3. lagi. Er til fólk sem í alvöru trúir því að góðærið sé sjálfstæðismönnum að þakka? Í 4. lagi. Eru störf Geirs H. Haarde yfir gagnrýni hafin? Í fúlustu alvöru þá hefði ég trúað þessu upp á 7 ára krakka að tala um pabba sinn en ekki fullorðinn mann, sem þar að auki tiltlar sig ráðgjafa, að tala um stjórnmálamann. Veit Ragnar hvað hann er að gera flokknum sínum mikinn óleik með svona barnalegri álitsgerð? Ég mundi í alvöru skammast mín fyrir að titla mig sjálfstæðismann hér eftir. Sko ..... skipið sem Geir siglir er gottveðurskip, samkvæmt Ragnari, sem er á leiðinni inn í vont veður og vonda veðrið er ekki Geir að kenna af því Geir getur bara smíðað gottveðurskip en góða veðrið er Geir að þakka af því Geir er svo góður pabbi og það er bannað að skamma góða pabba þegar gottveðurskipið liggur við bryggju í vonda veðrinu sem vondi kallinn bjó til. Geir þarf bara að veifa hendinni, þá kemur gott veður, þá er hægt að láta úr höfn og setja í álfisk, virkjanafisk, og alla hina fiskana sem hjálpa okkur að halda vöruskiptajöfnuðinum í mínus sem veldur áframhaldandi gengislækkunum sem heldur uppi fallandi gengi sem heldur uppi verðbólgunni sem réttlætir háa stýrivexti sem heldur uppi tekjum bankanna. Einfalt, skilvirkt, snjallt og engan grunar neitt. Og það er líka bannað að skamma Jóhannes afa þó strákurinn hans sé að fljúga á flugvélinni sinni í útlandið að kaupa allan heiminn. Hann er góður líka og pabbi hans gaf honum peninginn, hann stal honum ekkert frá köllunum sem áttu allar FL flugvélarnar með honum, það er ekki satt. Hann Jóhannes afi græddi sko eiginlega ekkert á því að selja okkur mat og borgaði nýju búðirnar allar sjálfur og gaf fátæka fólkinu að borða líka fyrir afganginn. Og bankamennirnir eru líka góðir af því að þeir lána fólki fyrir nýja húsinu og nýja bílnum og líka nýja hjólhýsinu og meiraðsegja líka sumarbústaðnum.
Ragnar! Skammastu þín ekki fyrir að bera svona á borð fyrir landsmenn? Skammastu þín ekki fyrir að halda því fram að alþjóð sé svona tröllheimsk? Geir H. Haarde silgdi þjóðarskútunni, sem Davíð, Halldór og Geir sem fjármálaráðherra voru búnir að sigla á í gegnum mörg góðviðristímabil, til hafnar áður en hvessti, svo við höldum áfram á þinni myndlíkingabraut. Davíð og Halldór borguðu niður skuldir ríkisins í góðærinu sem segir til um fyrirhyggju þeirra en þeir gleymdu hinsvegar að setja bönd á fjársjúka menn sem nú ganga lausir í þjóðfélaginu sem virkar á sama hátt og ef þeir hefðu opnað Á.T.V.R. með ódagsettan frímiða fyrir alkahólista. Það sem er að er það, að til að þjóðarskútan gegni sínu hlutverki þarf að láta aftur úr höfn. Það fiskast ekkert nema látið sé úr höfn og veiðarfærunum sleppt fyrir borð. Og það sem skipstjórinn þarf að átta sig á er, að það er fullt af fiski í sjónum
Aðgerðir sem vantar strax til að bjarga heimilunum í landinu:
Fryst verðlag og laun til að stöðva verðbólgu á meðan fjármálakerfið er að jafna sig eftir hvassviðrið.
Að vextir lækki til jafns við nágrannalöndin. Ef setja þarf ný lög um seðlabankann og fækka bankastjórunum til þess, þá hvað með það.
Að verðtryggingin, sem er að sliga fyrirtækin og þó aðallega heimilin í landinu, verði aflögð . Heimilin, sem ég hélt að væri grunnurinn í sjálfstæðishugsuninni til að frjálsa fjármálakerfið þeirra gengi upp. Er neitandinn í hinu nýja íhaldsskipulagi orðin óþarfur? Eða er kreppan,, partur af prógramminu svo hægt sé að sölsa undir sig fullt af fyrirtækjum fyrir lítinn aur og rétta svo vinum og kunningjum á gjafverði? Eru heimilin sem fara forgörðum í aðgerðunum þá bara eðlilegur fórnarkostnaður?
Að virkri samkeppni verði komið á fót í olíugeiranum, bankageiranum, milli fjármögnunarfyrirtækja, matvörugeiranum og á öllum þeim sviðum sem kemur neitandanum til góða svo hann geti haldið áfram að halda þjóðfélaginu gangandi með því að vekja neytendasamtökin af hinum langa svefni og fjármálaeftirlit verði eflt til muna.
Tilrauninni með fljótandi krónu verði hætt samstundis þar sem útséð er með að það gangi upp nema til að offóðra íslensku bankana.
Sjálfstæðishugsun þín Ragnar er trú og sterk og slík trúmennska á alla mína virðingu þó óbeit mín sé óneitanlega til staðar.
Frelsishugsjónin þín fellur um sjálfa sig í þínum eigin orðum. Í því þjóðfélagi sem við lifum í í dag er eru hinir frjálsu fjársjúku menn sem enn eru hérna megin við rimla refsingarhússins fyrir löngu orðnir þrælar eigna sinna og við hin erum að berjast við að halda heimilinu gangandi því allt of stór hluti af tekjum okkar fer í vaxta og verðbótagreiðslur til bankanna. Þjóðarskipanin á Íslandi er fyrir löngu farin að líkjast meira frumskógarlögmálinu en siðmenntuðu mannfélagi, þar sem sá hæfasti (í að raka saman fé í eigin vasa) er mærður og forsetaembættið hefur lagst svo lágt að veita einum þeirra fálkaorðu fyrir útrásarstarfið.
Ertu Ragnar ekki ennþá búinn að átta þig á því að neitandinn borgar allan brúsann á endanum? Sama hvað þú nefnir og hvernig þú snýrð því, allan brúsann. Þarf þá ekki í sjálfstæðishugsjóninni að hlúa að neitandanum númer eitt svo hann eigi fyrir brúsanum? Og annað sem er gott að glöggva sig á. Ísland er lítið og markaðurinn of lítill til að samkeppnishugsjónin virki. Það hefur margsannast í verðsamráði þeirra sem ákveðnastir eru í því að ná sem stærstum bita af annars ágætum launum okkar Íslendinga. Eitt enn sem mér sýnist þú þurfa að sjá og rata en það er hinn gullni meðalvegur. Hann er þarna þó vandrataður sé. Veröldin er ekki bara svört og hvít, vinstri eða hægri. Öfgarnar eru ekki góðar, í hvoruga áttina.
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru margir sem spila endalausar lofræður um flokkinn sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Þessi hér er t.d. #SLELLA# mjög dulegur við og lofsyngja og verja sitt almætti.
Ekki verður mikið vart við þetta hjá öðrum flokkum, þ.e.a.s. að fólk sé með það að leiðarljósi í öllum sínum skrifum að dásama og halda uppi vörnum fyrir foringja þess stjórnmálaflokks sem það kýs. Þó kraumar aðeins á þessu hjá nokkrum þegar Ingibjörg Sólrún verður fyrir gagnrýni, en það gengur sjaldnast svo langt að að það gangi á skjön við alla eðlilega rökhugsun eins og greinin hans Ragnars gerir.
"Að verðtryggingin, sem er að sliga fyrirtækin og þó aðallega heimilin í landinu, verði aflögð"
Þetta er það fyrsta sem þarf að gera og það strax. Það stefnir í það að stór hluti almennings er að verða eignarlaus þar sem verðtryggingin hefur étið upp eignarhlutann í þeirra fasteign.
Halla Rut , 29.8.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.