13.4.2007 | 23:29
Mengun
Ég lenti í skemmtilegum rökræðum í einu páskaboðinu við góða vini mína um annarsvegar mengun og hinsvegar verðtryggingu, verðbætur og vexti. Mengunarmálin eru okkur öllum ofarlega í huga þessi misserin vegna hverrar svörtu skýrslunnar á fætur annarar um mengun, aðallega andrúmsloftsins. Þó tel ég mengun sjávar, bergvatns og jarðar almennt ekki vera minna áhyggjuefni. Vatnið á jörðinni er svo samofið andrúmsloftinu að það hlýtur að bera mikinn skaða af ferð sinni um loftin blá, loftin eru jú ennþá blá, fyrst sem gufa sem við greinum ekki svo vel á uppleið og síðan sem rigning eða snjókoma sem við verðum meira vör við á niðurleið.
En vatnið var ekki umræðuefnið heldur andrúmsloftið og hvað einstaklingurinn gæti gert til að minnka mengun. Þá eru allar brennsluvélarnar sem við erum að nota daglega það eina sem við getum haft svo afgerandi áhrif á. Okkur stendur til boða að aka um á sparneitnum dieselbílum eða tvinnbílum ef við viljum leggja eitthvað af mörkum. Mér er alveg sama þó það sé eitthvað óhagkvæmara, það skilar sér í til baka til barnanna okkar. Og við höfum flest efni á því. En einn fræðingurinn vogaði sér að skrifa um það fyrir nokkru síðan að bílafloti okkar Íslendinga mengaði svo lítið miðað við alla heimsbyggðina að það skipti engu máli, 0,02% ef ég man rétt. Þetta er álíka gáfulegt og að ég sem einstaklingur mundi hætta að borga skatta vegna þess að minn hlutur í er svo lítill að hann skipti engu máli. Og allir ættu bara að vera sáttir við það. Ég er hálf feginn, eftir mikla eftirsjá undanfarin ár, að vera ekki langskólagenginn ef þetta er það sem út úr því kemur þó að skynsemisstuðullinn ætti að ráða þarna.
Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld í heiminum öllum geti auðveldlega hraðað þróun og hagkvæmni mengunarlítilla bíla. Það er svo margt hægt að gera til að verðlauna neytendur fyrir að kaupa og nota þá. Ég nefni lægri tolla, ókeypis bílastæði og afnumið kílóagjald. Neytendur þurfa líka að gera sér grein fyrir því að þeir geta stjórnaða ferðinni hvað þetta varðar. Það framleiðir jú enginn eiturspúandi bíla ef enginn vill kaupa þá.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margt til í þessu hjá þér með bílana og hlutfallið, ... margt smátt og svo framvegis.
Merkilegt nokk þá eru þetta nákvæmlega sömu rök og umhverfissinnar beita oft fyrir sig, að hreina Íslenska orkan sé so lítið hlutfall af orkuþörf heimsins að hún skipti ekki máli.
Skrýitð ekki satt?
G. Tómas Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 15:32
Ágúst Bjarnason verkfræðingur er með afar fróðlegt um mengunarmál. Slóðin er:http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.