Kjarasamningar

Þessi grein kom i Mogganum rétt áður en skrifað var undir samningana.

 

Samningar eru lausir. Alþýðan situr hljóð, ennþá, og bíður átekta meðan samningsaðilar karpa um hvaða laun við fáum næstu mánuði eða ár. Eftir því sem maður kemst næst er í raun búið að semja, samt er gengið frá samningaborðinu hvað eftir annað. Ástæðan er, ef eitthvað er að marka fjölmiðla, að Samtök Atvinnulífsins (SA) neita að skrifa undir vegna þess að Ríkisstjórn Íslands er að endurskipuleggja fiskveiðistjórnunarkerfið. Eina ferðina enn. Hvað kostar okkur Íslendinga þessar endalausu breytingar á þessu kerfi? Hversu mikið af arðinum okkar hverfur í hítina ef við erum endalaust að skipta út flotanum vegna duttlunga sitjandi stjórnar hverju sinni? Úr bátum í skip og þaðan í smábáta og togara. Aftur til baka í skip og þaðan í strandveiðibáta. Við erum búin að missa gríðarlega margar útgerðir í gjaldþrot í gegnum tíðina útaf þessu hringli. Það lendir á ríkissjóði og skattgreiðendum. Og nú stefnir í eina kollsteypuna enn. Það er til svo einföld lausn á kvótabraskvandræðum okkar en hún er 100% veiðiskylda og skiptikvótamarkaður, en það er nauðsin svo ekki séu allir að veiða allar tegundir. Kvóti sem útgerðarmaður nýtir ekki sjálfur, skilast inn og ríkissjóður fær tekjurnar af því að leigja hann út aftur. En ef stjórnin ætlar að taka kvótann af útgerðunum þá verður hún að greiða þeim fyrir vegna þess að þær útgerðir sem eru að veiða kvótann sinn í dag eru búnar að kaupan hann af öðrum á undanförnum árum. Þeir sem seldu eru svo búnir að byggja upp atvinnu einhvers staðar annars staðar. Einn og einn flatmagar á Spáni fyrir gróðann en það hefðu flestir t.d. stjórnmálamenn okkar gert líka við sömu aðstæður, þeir eru búnir að margsanna það.        

Vilhjálmur Egilsson, sem forustumaður SA, er kominn á hálann ís. Hann ætlar sér að stöðva þróun nýs fiskveiðistjórnunarkerfis með þvingunum og alþýðan í landinu á að gjalda fyrir. Þessi hugsunarháttur kemur ekki á óvart úr þessari átt. Þarna kemst ekkert að nema eigin vasi en þó er tregðan svo mikil að sá einfaldi raunveruleiki, hagur almennings er hagur fyrirtækjanna í landinu, kemst ekki að. Við erum oft kölluð neytendur, alþýðan. Það er vegna þess að við neytum vörunnar sem SA eru að framleiða, eða höndla með dags daglega. Til þess að við getum það verðum við að hafa mannsæmandi laun. Ef Vilhjálmur Egilsson, hins vegar, hefur svona brennandi áhuga á fiskveiðistjórnun þá er spurning hvort hann er á réttri hillu. Væri þá ekki LÍÚ betri starfsvettvangur fyrir hugðarefni hans.    

 ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. Þar fer fyrir Gylfi Arnbjörnsson. Hann hefur það verk á höndum að semja við SA. Og eins og áður sagði er hann líklega búinn að því. Gott og vel. En af hverju ASÍ er ekki búið að setja fram þá kröfu á rikisvaldið að verðtrygging verði lögð niður á Íslandi. Betri kjarabót væri ekki hægt að færa alþýðu landsins. Verðtrygging er mesta eitur sem til er í íslensku hagkerfi fyrir alla á Íslandi nema örfáa fjármagnseigendur. En ég geng alltaf á sama vegginn, sjálfsagt sama vegg og Gylfi sjálfur, þegar ég hugsa þetta til enda. Gylfi Arnbjörnsson er sjálfur fjármagnseigandi. Ég ætla að skjóta hérna inn til áminningar nafninu á samtökunum sem Gylfi, veitir forstöðu. Alþýðusamband Íslands. Ekki „Fjármagnseigendasamband Íslands“. Stóri gallinn við ASÍ er að forstöðumaður þess er ekki kosinn af meðlimum alþýðunnar hér á fróni heldur af fámennri klíku sem gjaldgeng er á landsþing ASÍ hverju sinni.

VR samþykkti í vetur að styðja tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna (HH) um leiðréttingu skulda heimilanna, niðurfellingu verðtryggingar og setningu laga, sem tryggja að hagur alls fjármálakerfisins á Íslandi verði lág verðbólga. Það er gert með lögbindingu hámarksvaxta uppá 6% sem verður til þess að mismunur verðbólgu og vaxta verða tekjur fjármagnseigenda sem eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir og bankar. Í dag er staðan þannig að þeir hagnast á verðbólgunni. Og alþýðan tapar. Fólkið sem Gylfi Arnbjörnsson á að vera að vinna fyrir. Ég er á þeirri skoðun að maður með eina og hálfa á mánuði er óhæfur til að semja um launakjör. Hann veit ekki hvað þarf til að draga fram lífið. Ég skora hér með á ASÍ að feta í fótspor VR og sýna tillögum HH stuðning í verki og taka þær upp í kjaraviðræðum við ríkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband