21.1.2007 | 22:59
Matvælaverð,vextir, verðbætur og samhengið þar á milli.
Við getum stofnað endalaust nefndir, hef ég á tilfinningunni, til að finna út af hverju matur er svona dýr á Íslandi og alltaf komist að sömu niðurstöðu og hún er “ráðumst á bændur og gerum frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum til landsins,, Umræðan um málefnið er af hinu góða og verður að vera á lofti svo eitthvað gerist í þessum málum, en einhæfnin og hugmyndaleysið í umræðunni um þetta mál allt, er hreint með ólíkindum. Gott og vel, þróunin hjá bændum á okkar landi er undafarin ár á þá leið að búum fækkar og þau stækka sem hlýtur á endanum að leiða til lækkandi verðs vegna aukinnar hagkvæmni í þessum stærri rekstrareiningum. Svo dreifa fóðurfyrirtækin jafn miklu fóðri á færri staði og afurðastöðvarnar safna mjólkinni , kjötinu og öðrum afurðum í jafn miklu magni á færri stöðum. En hefur engum fréttamanninum dottið í hug að bera saman verð á fóðurbæti til bænda? Fróðlegt væri ef sá kostnaðarliður sem og túnáburður, en þetta eru einhverjir hæstu útgjaldaliðir búanna, væri borin saman við hin norðurlöndin en ekki bara hlaupin ein ferðin enn út í búð og innkaupakarfan fyllt. Nú um síðustu áramót tók steininn alveg úr þegar einn af öflugustu féhirðum íslandssögunnar var sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir það að fara með svo og svo mikið af peningunum sem hann var búinn að raka saman á ökrum almennings til útlanda og kaupa banka fyrir þá. Þannig og aðeins þannig gat maðurinn sannað að eitthvað væri í hann spunnið því að á hinum norðurlöndunum geta þeir bara rukkað 3-4% vexti OG ENGA VERÐTRYGGINGU. Maðurinn á orðuna skilið og enginn annar, fyrir þetta stórkostlega afrek. Svo flokkast þetta líka undir það sem kallað er útrás og er hæstmóðins í dag auk þess að vera þjóðhagslega hagkvæmt. Ég held að Ólafur forseti hafi veitt honum orðuna fyrir stórkostlega leikni sem strengjabrúðustjórnandi ársins. Jón Sigurðsson var, vægt til orða tekið, sannfærandi þegar hann sagði okkur í sumar að nú væri ekki rétti tíminn til að leggja verðtrygginguna niður og mikilli gleði og ljóma fylltist hjarta mitt þegar ég heyrði Geir Haarde segja okkur hvað bankarnir greiddu mikið í skatta á síðasta ári. Hvar værum við bara stödd án þessara stórkostlegu banka okkar og stórflinkra stjórnenda þeirra. En áfram með matvælaverðið, meira um bankana og strengjabrúðurnar þeirra síðar. Samhengi er þarna á milli þ.e.a.s. milli bankanna og matvælaverðsins og meira en samhengi. Kæri fréttamaður, ertu fánlegur til að spyrja næst þegar þú hefur tækifæri til, rétta aðila, og ekki láta þá komast upp með að svara ekki, um samhengi milli hárra vaxta á Íslandi og hás matvælaverðs. Tökum dæmi. Kúabú, svínabú, kjúklingabú eða fjárbú sem fylgja áðurnefndri þróun sem felst í stækkun og fækkun búa.
- Búið skuldar 100 milljónir eftir dýra uppbyggingu húsa og kvótakaup og bankinn tekur 15% vexti á ári, það eru 15 milljónir á ári bara í vexti sem fara að sjálfsögðu beint út í matvælaverðið.
- Sláturhúsið skuldar líka 100 milljónir vegna þess að síauknar kröfur eru gerðar til hreinlætis og vandaðrar meðhöndlunar matvæla, allt verður að fylgja nýjustu evrópustöðlum og öðrum álíka tískustraumum þó bragðið sé nú svipað og áður en það hét villilamb. Sláturhúsið borgar líka 15 milljónir í vexti og verðbætur. Og þar er verið að meðhöndla sama kjötbitann og á búinu í lið 1.
- Við skulum fylgja þessum sama kjötbita úr sláturhúsinu í kjötvinnsluna þar sem hann er hanteraður í alls kyns krásir og álegg og allt hvað heitið hefur. En kjötvinnslan skuldar líka 100 milljónir og borgar þar af leiðandi 15 milljónir í vexti á ári
- Svo skulum við fara á þann stað sem við þekkjum hvað best af þessari upptalningu. Við skulum fara út í búð en þessi verslun berst í bökkum eftir verðstríðið sem geysaði hér á síðasta ári, skuldar 100 milljónir og verður að borga 15% í vexti á ársgrundvelli. Kaupmaðurinn hefur enga vasa til að sækja þetta fé í nema hjá sauðheimskum almúganum sem hann kallar í daglegu tali væntanlega viðskiptavini.
Um bloggið
Magnús Vignir Árnason
Færsluflokkar
Tenglar
Undiskriftasöfnun
- NÝTT LÝÐVELDI Þjóðstjórn sem breytir kosningalögum og stjórnarskipan
- Undirskriftasöfnun Kosningar í vor
- Undirskriftasöfnun Hættum að borga 1. febrúar
Útgerðin
Grandavör er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki á landinu með túnfiskveiðar í loftnet sem undistöðu
www.123.is/hoddi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 16412
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.