Matvælaverð

  Ég var að lesa grein eftir einn snillinginn enn á bloggsíðu moggans, um matvælaverð á Íslandi samanborið við hin norðurlöndin.  Sá kappi vildi hætta kjúklingaframleiðslu og flytja inn allt kjúklingakjöt. Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta grunnhyggni mikil.  Kjúklingaframleiðslu á okkar landi er í dag þannig háttað að hún er á fárra höndum. Og þessir fáu framleiðendur eru sammála um að reka sín bú með hagnaði.  Öðruvísi gengur málið ekki upp.  Uppkaup hafa átt sér stað af hendi stóru búanna á þeim minni bæði í kjúklinga og svínarækt, með tilheyrandi verðhækkunum í kjölfarið.  En ástæðan er margþættari en svo fyrir háu verði á kjúklingakjöti.  Hvað með fóðurkostnað?  Hvað með vaxtakostnað?  Hvað með kostnað eftir ítrekuð gjaldþrot búanna, eftir verðstríð undanfarinna ára.  Neytandinn borgar þetta allt á endanum í formi skatta, vaxta eða hærri álagningar.  Alveg sama hvað við berjum hausnum við steininn.  En að ætla að leggja niður framleiðsluna hefur alltaf verið í mínum huga heimskuhjal, alveg síðan Jónas Kristjánsson byrjaði að tala um kennaratékkinn til bænda hér á árum áður.  Það er staðreynd að hvert einasta bú á landinu skaffar fjölda manns vinnu þannig að kennaratékkarnir ykkar sem svona hugsið væru orðnir að ávísanaheftum í kassavís áður en við væri litið.  Ef við hættum matvælaframleiðslu á Íslandi þá erum við ekki lengur þjóð, við erum ekki neitt. Við værum upp á aðra komin með mat, hugsið ykkur, það væri fyrir mildi annara að við fengjum að borða.  Allt í lagi, það er nóg til af mat og það er bissnes í því að selja okkur mat, ástandið í Evrópu er gott og engar plágur á ferðinni, engin stríð á meðal né á milli þjóða svo heitið geti.  En haldið þið, matvælaframleiðsluandstæðingar, að ástandið verði allataf svoleiðis.  Og haldið þið að ef plága eða stríð brýst út að við hérna á skerinu göngum fyrir með matarsendingar ef einhver matur væri þá til á annað borð og þó að nóg væri til af mat að hægt væri að koma honum til okkar. Eða vegna samgöngubanns út af smithættu að það mætti koma matnum til okkar.  Ef matarskortur verður ætlið þið þá að treysta á móður Teresu.  Ef ég mætti upplýsa ykkur tékkaskrifarana, þá er hún fallin frá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg eins og talað frá mínu hjarta.

kveðja

Höddi

Hörður (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband