Kjósa þeir sem lítið eða ekkert vit hafa á stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkinn

Ég hef velt þessari spurningu töluvert fyrir mér og held að það sé nokkuð til í þessu.  En íhaldsmenn meiga vera stoltir af þessu því að það hljóta að liggja gríðar mörg atkvæði þar á bak við.  Þetta er herkænska.Einhvern veginn hefur íhaldinu tekist að koma því inn hjá fólki að það sé fínt að kjósa flokkinn og allir sem kjósa íhaldið eru, virðist vera, stoltir af því og básúna það frekar en hitt.  Grunnstefnan er jú frjálshyggja, peningastefna, sjálfsbjargarviðleitni, jafnvel er frumskógarlögmálið í hávegum haft.  Þeir hæfustu hafa það best (peningalega) og skal púkkað undir þá eins og hægt er, hinir geta átt sig og skulu mergsognir til frekari upphafningar þeim sem betra hafa það.  Þannig að þeir rétt skrimti.  Hafi ekki mátt til að mótmæla. Peningastefna.  Það þykir jú fínt að berast mikið á og þeir sem hugsa um eitthvað annað en að komast í álnir eru álitnir vöntunarmenn.  Sérvitringar sem kunna ekki að græða.  Í þjóðfélagi dagsins í dag er maðurinn dæmdur eftir því hvað hann er ríkur.  Eða hvað honum tekst að láta líta út fyrir að hann sé ríkur.  Mjög margir eru held ég þrælar eigna sinna.  Ekki öfunda ég þetta blessað fólk þó það líti nú sennilega þannig út í þessum skrifum mínum.  Ég hef ekki séð að aurarnir færi þessu fólki neina hamingju, eini munurinn er sá að þetta fólk getur ferðast út um allan heim að leita að henni.  Sem getur jú verið fróðlegt.  Aðeins lítið brot af þeim mönnum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina höndla þetta, að komast í álnir, og eru ekki skemmdir eftir.  Græðgin nær taki á flestu þessu fólki og ekki er hún af hinu góða.  Og þau sem langar að fara þessa leið í lífinu kjósa sjálfsagt íhaldið í þeirri trú að þannig skapist rétta umhverfið   Sjálfstæðisflokkurinn.  Bara nafnið þykir fínt.  Það er í tísku að vera sjálfstæður, að vinna sjálfstætt  er hæstmóðins.  Kannski ekki eins fínt og að vera frílens en næst þar á eftir.  Af hverju hefur engum dottið í hug nefna flokkinn sinn frílensflokkinn.  Hvað var Ingibjörg Sólrún að hugsa.Ímyndin.  Hún virðist vera góð hjá flokknum og hafa myndir af þekktu fólki í stuðningsyfirlýsingu við flokkinn  átt stæðstan þátt í því að mínu mati.  Aðrir flokkar hafa reynt svipað en ekki í líkt eins miklum mæli. En svo eru auðvitað þeir sem mundu kjósa íhaldið þó að hundar og kettir vermdu efstu sætin í öllum kjördæmum, og þannig er það líka með aðra flokka, sér í lagi eldri flokkana.Síðast  ætla ég að minnast á þá sem eru alvöru íhaldsmenn og trúa á frumskógarlögmálið.  Grunnurinn er fyrirtækin.  Sterk og góð fyritæki er undirstaða samfélagsins eins og það er uppbyggt í dag og mættu fleiri flokkar taka það sér til fyrirmyndar að hlúa vel að þeim.  Ekki vinna gegn fyrirtækjunum og gera þeim erfitt fyrir, setja þeim hömlur þannig að þau fái ekki að blómstra.  En svo þar sem að einokun og fákeppni er til staðar, eins og er í flestum tilfellum hér á Íslandi, verður græðgin allsráðandi og þá vinnur sjálfvirka grunnundirstöðuuppbyggingin ekki rétt.  Þar segi ég að íhaldið vilji ekki, prinsippanna vegna, taka í taumana.  En ég get ekki að því gert að ólykt finnst mér vera af lokuðu bókhaldi sjálfstæðisflokksins.      Ég hef spurt ungan mann, á að giska 25 ára, sem básúnaði mikið um sjálfstæðishyggju sína og var harður íhaldsmaður, hvort sem á dagskránni var landsmála eða sveitastjórnapólitík, um stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Ég fékk engin svör en hann kvaðst sennilega þurfa að kynna sér málið nánar.                   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, velkominn á vettvang; ekki veitir af !

Með kveðju /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að þetta sé ekki rétt athugað hjá þér.

Hér í Kanada segja menn að ef þú ert með fleiri mönnum og þið eruð eltir af svöngum birni, þá þurfiru ekkert að vera Olympíumeistari í hlaupi til að sleppa.  Þú þarft bara að geta hlaupið hraðar en hinir.

Það sama gildir í stjórnmálum.  Flokkurinn þarf ekki að vera fullkominn, hann þarf bara að líta aðeins betur út en hinir.  Og ef litið er yfir Íslensk stjórnmál, ég tala nú ekki um þessa dagana, þá litur Sjálfstæðisflokkurinn mun betur út en hinir flokkarnir, þó að hann sé langt í frá að vera fullkominn.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband