Veiðum hvali

Ég er hlynntur hvalveiðum og hef alltaf verið. Ég fer ekki ofan af því að við eigum að stunda hvalveiðar ef meirihluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun, annars eigum við að hætta því. Þetta mál er ekki mikið flóknara en svo. Að sjálfsögðu meiga dýrin þá ekki vera í útrýmingarhættu eða neitt slíkt. Hvalir eru ekkert rétthærri en bara þorskur eða ýsa. Þar að auki eru hvalir í samkeppni við okkur um fæðu. Hvaða haldbær rök eru fyrir því að veiða þá ekki? Og þá meina ég haldbær rök, ekki bara hvað mönnum finnst um málið. En ákvörðun Einars K. var fáránleg. Þú ákveður ekki hvalveiðar 5 ár fram í tímann sitjandi í starfsstjórn. Starfstjórn er bráðabirgðastjórn, en ekki stjórn stórra ákvarðana. Einar var þar að auki búinn að taka sína heimskulegustu ákvarðanir þegar hann gaf frjálsan innflutning á fersku kjöti í upphafi gjaldeyriskreppu og jók þorskkvótann um 30.000 tonn þegar samdráttur var hafinn í sölu á fiskafurðum frá Íslandi. Hann þurfti ekkert að vera að toppa sjálfan sig með þessu.        
mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 16213

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband