Mikilvægasta mál í heimi ....

.... fyrir okku íslendinga er að allar aðgerðir og breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum takist vel. Ef fyrningarleiðin verður farin refsum við sjómönnunum okkar og verðlaunum þá sem selt hafa kvótann og stungið peningunum sem við sem þjóð áttum að fá í eigin vasa.

Svo ég útskíri málið aðeins þá meina ég það að ef við setjum svo kvótann í almenna leigu standa þeir með pálmann í höndunum sem eiga skipin sín ennþá og eru með fullar hendur fjár eftir kvótasölu. Þeir standa þ.a.l. ekki jafnfætis þeim sem nú starfa við að draga björg í þjóðarbúið og taka á kvótann af endurgjaldslaust. Vegna fjárhagslegra yfirburða kvótasalanna geta þeir borgað hærra verð fyrir aflann. Þetta væri einhver ósangjarnasta aðför sem um getur í sögu þjóðarinnar.

Í mínum huga eru kvótagreifar ekki þeir sem fá úthlutað veiðiheimildum og veiða hvern einasta titt sem þeir meiga veiða, heldur þeir sem leigja frá sér heimildirnar (veiðiskylda í dag er ekki nema 50%, rest mátt þú leigja frá útgerðinni en færð samt sömu úthlutun næst) og ekki síður þeir sem selt hafa kvótann og lifa í vellystingum. Margir af þessum mönnum hugsa sér nú gott til glóðarinnar að komast aftur að veiðiheimildum.

Ganga Jóhanna og Steingrímur erinda þessara manna?

Lausnin er einföld á þessum vanda. Við setjum á 100% veiðiskyldu og þannig kemst enginn upp með að veiða ekki það sem hann fær úthlutað. Ef þú getur ekki eða hreinlega nennir ekki að róa þá skilar þú inn þínum heimildum og þjóðin fær síðan ágóðan af því að leigja eða selja þann kvóta, eftir því hvort þú skilaðir inn heimildunum fyrir fullt og allt eða tímabundið.

Ég ítreka að í hagræðingarskini verður að vera hægt að skipta á veiðiheimildum á milli útgerða. Þar verður að vera um hrein vöruskipti að ræða og meiga peningar hvergi koma þar nærri.             


mbl.is Innköllun veiðiheimilda hefjist 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á skilyrðislaust að úthluta aflahlutdeild til þeirra sem hafa veitt hingað til, líka því sem þeir hafa þurft að leigja kvóta til sín, en ekki að leyfa þeim sem hafa haft yfirráð yfir kvótanum og leigt hann frá sér að vinna sér þann rétt á einu ári. Þess vegna á að innkalla kvótann strax, ekki seinna. Það á með öðrum orðum að styðja við þá sem hafa sótt fiskinn, en ekki þá sem hafa tekið til sín bróðurpart þess verðmætis sem verður til við sjósókn án þess sem svo mikið sem dyfa fingri í vatn. þeir eru bara arðræningjar.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:22

2 identicon

Þessar svokölluðu strandveiðar eru líka óréttlátar á ýmsan hátt. T.d. eru meirihluti "trillukalla" búnir að fá úthlutaðar kvóta og selja hann oftar en einu sinni. Og ef það á að fara að leyfa þeim að veiða enn einu sinni frítt, þá botna ég ekkert í þessu. Strandveiðar eiga að vera fyrir þá sem hafa aldrei fengið úthlutaðan kvóta og hafa því aldrei grætt milljónir á þessu blassaða kvótakerfi!!

Eymar Eyjólfsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Kristinn Árnason

Ef það væru bara trillukallar sem veiddu fiskin í sjónum þá væri ekkert kvótakerfi því að þá væri nægur fiskur í sjónum fyrir alla landsmenn og allir sem vildu gætu stundað trilluútgerð.......

Kristinn Árnason, 10.5.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband