Kosningar

Ágætar umræður leiðtoganna í kvöld en alltaf jafn einmanalegt að sjá Ingibjörgu innan um karlana.  Spurning hvort Samfó er svona mikið framar en hinir flokkarnir hvað jafnrétti kynjanna varðar.  En annars ekkert nýtt sem kom fram í spjallinu, allavega ekkert sem hjálpaði mér að ákveða mig.  Ég var til dæmis mjög svekktur að enginn leiðtoganna mynntist á verðtrygginguna þegar þeir töldu upp stjórnarmyndunarskilmálana.  Og ennþá vonsviknari var ég þegar að Ingibjörg var spurð um þetta málefni.  Svarið var svipað og hefur verið hjá Geir og Jóni, ekki tímabært, ekki réttar aðstæður.  Þetta kaupi ég ekki án nánari útskýringa. Þetta er hægt ef unnið er í málinu, ekki bara beðið eftir einhverjum ýmynduðum aðstæðum, sem koma svo kannski aldrei.

En fyrir þá sem eru óákveðnir er rétt að reyna www.xhvad.bifrost.is

Ég hafð gaman af því í dag þegar einn félagi minn sem er svart íhald tók prófið og kom út sem 60% Samfylkingarmaður.  Viðkomandi óskar gríðarlegrar nafnleyndar. 

Mín atkvæði dreifðust víða en hæst var VG með 37,5% svo Samfó með 32%

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband