SÓLGOS

 

  Ég er svo yfir mig rasandi knínukrossbit.  Ég sem rífst og skammast við hvert tækifæri sem gefst og þó það gefist ekki, yfir mengun andrúmsloftsins og hlýnun jarðar, skrifa svo einn pistil á bloggsíðuna mína um málið sem verður til þess að ég fæ athugasemd frá bloggvini mínum, sem leiðir mig á aðra síðu, http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/ sem leiðir mig að mynd inni á Google.com nánar tiltekið http://video.google.com/videoplay?docid=4499562022478442170&q=%22The+Great+Global+Warming+Swindle%22  sem leiðir mig í allan sannleikann um málið.  Þetta er 75 mínútna löng mynd um raunverulega ástæðu fyrir hlýnun jarðar.  SÓLGOS.  ?????????  SÓLGOS

Það eru sólgos sem að stjórna hitanum á jörðinni á hverjum tíma. Mengun af manna völdum kemur þar hvergi nærri.  Koltvísýringur er engin orsök, heldur afleiðing.

  Ég er að skrifa þessar línur í töluverðri geðshræringu eftir að hafa horft á myndina sem Google menn gefa 5 stjörnur.  Og Google menn eru MOLDRÍKIR gaurar sem ég hef ekki trú á að séu að plotta eða að þiggja mútur.  Og vísindamennirnir allir mjög sannfærandi og virðast ekki hafa neinna hagsmuna að gæta.

   Ég ætla ekki að segja neitt meira núna. Gefið ykkur tíma í að horfa á þetta.

Ragnar Reykás  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta er mjög merkilegt. Það margt skrýtið í kýrhausnum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 01:00

2 identicon

Og koltvísýringurinn í loftinu sem heldur sér yfir jarðarkúlunni, hleypir hita inn en engum út hefur sem sagt engin áhrif.. ? ENGIN 'AHRIF?? og freonið og önnur ósoneyðandi efni sem stíga hærra upp í himinhvolfið og splundra 03 hefur engin áhrif?? Mér finnst þetta bara vera sorglegt hvað margir eru tilbúnir til þess að reyna að afsanna globalvarming.. Ég spyr, hver er tilgangurinn? jú auðvitað.. það er of dýrt fyrir okkar að vera umhverfisvæn.. við þurfum jú að hugsa um budduna.. afkomendur okkar geta svo bara ... tja.. þeirra vandamál.

Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ekki vera svona reið.  Ég hvet þig til að horfa á myndina sértu ekki búin að því.  Vísindamennirnir sem eru að mata okkur á því að við séum orsakavaldurinn að hlýnun Jarðar eru að maka sinn krók með því að ljúga að okkur. 

Ég skal viðurkenna að ég tók kannski stórt upp í mig þegar ég sagði engin áhrif.  En það er staðreynd að koltvísýringur er samkvæmt þessum vísindamönnum afleiðing hlýnunar ekki orsök og það eitt sannar að það er verið að ljúga að okkur.  

Magnús Vignir Árnason, 16.4.2007 kl. 13:03

4 identicon

Magnús Magnús.. það er þegar búið að gera mynd sem afsannar þessar mynd.. jú ég er búin að sjá hana.. 

Björg F (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 02:44

5 identicon

Bendi þér á að lesa þessa grein http://www.visir.is/article/20070411/SKODANIR03/104110099

Björg F (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt var í þessari mynd hvað mönnum var mikið í mun að gera umhverfisverndarsinna ómerkilega svona almennt, án tillits til baráttu þeirra.  Svolítið "give away" um tilgang hennar eða "Freudian slip" einsog gjarnan er kallað.   Þeir geta ekki leynt andúð sinni á þessum skynsemisrökum, sem trufla hina kapítalísku mulningskvörn.  Afar óvandað og cheesy segi ég og þikist hafa vit á kvikmyndagerð.

Allt það sem fullyrt er hefur verið rekið ofan í þessa gaura. Hins er þó ekki að neita að það er ákveðin peningamaskína bundin báðum öfgum og ber að varast að fá andnauð yfir ragnarrakaspádómum. Þetta er allt til hugleiðingar og engin getur breytt þessu nema við sjálf....hvert og eitt.   Slík hugarfarsbreyting gerist ekki yfir nóttu og það er ágætt að einhverjir græði á að halda áróðrinum á lofti og skapa dialog um hann. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 04:40

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt var í þessari mynd hvað mönnum var mikið í mun að gera umhverfisverndarsinna ómerkilega svona almennt, án tillits til baráttu þeirra.  Svolítið "give away" um tilgang hennar eða "Freudian slip" einsog gjarnan er kallað.   Þeir geta ekki leynt andúð sinni á þessum skynsemisrökum, sem trufla hina kapítalísku mulningskvörn.  Afar óvandað og cheesy segi ég og þikist hafa vit á kvikmyndagerð.

Allt það sem fullyrt er hefur verið rekið ofan í þessa gaura. Hins er þó ekki að neita að það er ákveðin peningamaskína bundin báðum öfgum og ber að varast að fá andnauð yfir ragnarrakaspádómum. Þetta er allt til hugleiðingar og engin getur breytt þessu nema við sjálf....hvert og eitt.   Slík hugarfarsbreyting gerist ekki yfir nóttu og það er ágætt að einhverjir græði á að halda áróðrinum á lofti og skapa dialog um hann. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Vignir Árnason

Höfundur

Magnús Vignir Árnason
Magnús Vignir Árnason
áhugamaður um réttlæti og að þjóðin átti sig á því að sígandi lukka er best.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband